Skólablaðið - 01.02.1911, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 01.02.1911, Blaðsíða 2
18 SKOLABLAÐIÐ >Feður vorir skiluðu oss landinu fegurra og frjósamara, en þeir höfðu tekið við því; en þó var það starf þeirra fegurra, miklu og blessunarríkara, að þeir ólu oss þannig upp, að vér eigum öflug skilyrði framfaranna og gæfunnar geynrd í sjálfum oss. Það liggur öllum góðum foreldrum ríkast á hjarta að börn- in þeirra verði góð og hamingjusöm, framtíð barnanna er hin hjartgrónasta hugsun þeirra. Þannig hugsa allir góðir foreldrar >svo langt fram í tímann«, hver fyrir sín börn. En það eru lfka margir, sem hugsa svo langt fram í tím- ann fyrir öll íslensk börn og fremstir í flokki þeirra ættu auð- vitað kennararnir að vera. Og eg vona að þeir séu það líka. En það eru fleiri en foreldrar og kennarar barnann?, sem ala þau upp; það gera allir, sem börnin eru samvistum með. Börnin hafa venjulega augu og eyru opin; þau gleypa hvert orð og atvik, sem þau sjá og heyra, inn í meðvitund sína, og enginn veit hver áhrif hvert smáatvik getur haft á hina gljúpu barnslund. Til þess að sannfærast um að svo sé, þurfum vér ekki annað en líta aftur, yfir æsku sjálfra vor; munum vérþásjá, að allir þeir, sem vér höfum verið samvistum með, liafa haft ein- hver áhrif á oss, ýmist ill eða góð. Og við nánari athugun munum vér líka sjá að margir hafa sýnt það, með framgöngu sinni, að þeir fundu sára lítið til þeirrar íbyrgðar, sem á þeim hvíldi. Og þegar vér minnumst þeirra, sem hafa haft ill áhrif á oss, sem börn, og teymt oss út á tálbrautir, fyllumst vérgremju: vér finnum að þeir hafa skemt það, sem vér áttum dýrmætast í eigu vorri. Eitt af allra fegurstu og kærleiksríkustu boðorðum frelsara vors er þetta: »Það sem þér viljið að mennirnir gjöri yður, skulið þér einnig gjöra þeim«. Vjer ættum ávalt að hafa það í huga, en um fram alt, þegar börnin eiga í hlut. Munum, að hvert orð og atvik, sem börnin heyra og sjá, verða skrifuð í bókina þeirra — lífsbókina. Það ríður þúsund sinnum meira á að sú forskrift sé vönduð og fögur, en sú, sem vér skrifum í skrifbækurnar þeirra. B. H. Jónsson.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.