Skólablaðið - 01.02.1911, Blaðsíða 7

Skólablaðið - 01.02.1911, Blaðsíða 7
SKOLABLAÐIÐ 23 ekki það, sem þau lásu. Þegar verið er að kenna börnum að lesa, dugar ekki að láta sér nægja að þau lesi hverja setningu orðrétt; ef þau hafa ekki lesið setninguna vel og náttúrlega, verður að láta þau endurtaka hana, og jafnvel hafa liana upp fyrir þeim. Ef börnin eru ætíð látin segja frá því á eftir, sem þau hafa lesið, munu þau brátt venjast á að lesa jafn náttúrlega og þau segja frá. Frumvarp til laga um fræðslu æskuiýðsins ætlar ráðherra að leggja fyrir næsta þing. Enginn kostur er á að skýra ýtarlega frá nýmæli þessu að svo stöddu. Blaðið var svo að segja tilbúið til prentunar, þegar frumvarpið barst hingað (á dönsku). Fræðslukröfurnar eru aðallega þessar: 1. 10 ára barn á að hafa lært nokkurnveginn að lesa, og vera byrjað á skriftarnámi og kunna fjallræðuna utan bókar. 2. 12 ára barn á að geta lesið móðurmáiið, skrifað læsilega snarhönd ritað nokkurnveginn stafrétt eftir fyrirlestri, reikn- að 4 höfuðgreinar í huganum með lágum tölum, og sett rétt upp slík dæmi með réttum forteiknum (-f- X :) og reiknað þau skriflega eftir réttum reglum, og kunna það í kristnum fræðum, sem heimtað er til fermingar; ennfremur eiga þau að hafa notið nokkurrar tilsagnar í söng og leik- fimi. 3. 18 ára fólk á að hafa lært: að lesa móðurmálið liðugt og rétt, skýrt og skiljanlega, og eftir lestrarmerkjum, að setja fram skriflega kunnugt efm nokkurnveginn stafrétt og málvillulaust; það á ennfremur að hafa lært nokkur íslensk ættjarðarljóð utanbókar, og geta gert grein fyrir efni þeirra í óbundnu máli; stutt ágrip af sögu íslands og landafræði; nokkuð í eðlisfræði og náttúru- sögu, einkum dýrafræði, þar á meðal sérstaklega um líkama mannsins og húsdýrin; í reikningi 4 höfuðgreinar í heilum

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.