Skólablaðið - 01.09.1911, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 01.09.1911, Blaðsíða 1
SKOLABLAÐIÐ -----@sss®-- FIMTI ÁRGANGUR 1911. Reykjavík, 1. september. 9. tbl. um islenskar málfræðisbækur í móðurtungu vorri, er út hafa komið á siðustu árum (1908—1911). Frh. Þriðji þáttur cr Beygingarfræði og byrjar fyrst á veiku beyg- ingunni. Þar getur mér eigi rétt fundist að segja um orðsem »steðji« o. s. frv. að þau skjóti nú inn j í nf. eint., því þetta j á þar heima frá upphafi; miklu réttara er að segja að þessi orð hefði fyrrum slept j úr í nf. eint. á sama hátt sem það var yf- irleitt látið hverfa hvervetna þar er i fór á eftir. í sumum orðum svo sem bryti, aðili, er j nú einnig slept í öðrum föllum, en það mun koma af því, að þau eru nýtekin upp aftur úr forn- málinu og hafa menn þá látið j-lausu myndina í nf. villa sigog sett þar bryti f. brytji, sem væri rétta myndin nú, en svo hefir þetta Ieitt af sér ranga mynd í hinum föllunum. Raunar hafa þessi orð algert sömu beygíngu sem tínti og var því óþarfi að vera að skifta þessu. Um orðin þau, er k eða g fer á undan i í nf. t. d. höfðingi, einvirki er mál til komið að segja það, að þar væri langréttast að rita j, með því að það á þar heima og kemur fram í öðrum myndum orðsins, og skrifa því höfðingji — höfðingja, einvirkji — einvirkja alveg sem steðji—steðja-, en aftur náungi — náunga á sama hátt sem floti—flota. Þetta um ji, einnig á eftir g og k, á annars heima alstaðar þar í orðabeyg- ingum sem j að réttu fari á að vera. Það er kent t. d. að mað- ur eigi að rita taki, takendur (af taka) á sama hátt sem fari, farendur (af fara) og láta þar eigi ið ranga innskots:/ villa sig

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.