Skólablaðið - 01.09.1911, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 01.09.1911, Blaðsíða 8
136 SKOLABLAÐIÐ tekin úr þátíð, en við sum úr nútið. Tilgangurinn hefir líklega veriðað gera þetta alt sem alþýðlegast og forðast vísindí lega sniðið sem mest, svo alt verði sem auðveldast en þetta er miskilningur. Frá vísindalegu framsetningunni á að vera svo gengið, að hún sé jafnframt alþýðleg og þá er hún auðskildust af öllum aðferðum Englendingar eru manna snjallastir í því að rita í einu vísinda- Iega og alþýðlega um erfið viðfangsefni og ættim vér að taka þá t því sem fleira til fyrirmyndar. Það er þýskt og þá um leið danskt að vera með þessa tvískiftingu, en engin nauðsyn rekur góða íslendinga til að elta slíkt. Fjórði þáttur er »Orðmyndunarfræði.« Það er nú hvort um sig, að í þeim efnum er eigi um auðlegð að tala í bókment- um vorum, enda tekur þessi kafli bæði að efni sem og Iengd og gæðum langt fram öllu þvt er áður er til um þetta efni. Þegar á alt er litið er þessi þáttur rétt góður, þótt eg hefði óskað að sumt væri þar nokkuð á annan veg, en um slíkt má lengi þrátta. Eg skal þá líka taka að einsfátt fyrir. í kvenkyns- orða-afleiðsluendingunum£telur hann i, ni, li, gi, alt sem sér- stakar endingar er hafðar séu til að mynda hugmyndaheiti af lýsingarorðum. En hér finst mér að eins um eina endingu, sem sé i, vera hægt að tala; því í orðunum hreysti, hlýðni, hygli, mœlgi (af hraustur, hlýðinn hugull, málugur) getur mér eigi betur sýnst en i sé ávalt endingin, því eigi kemur það hér máli við, þótt sum frumorðin þarna hafi áður afleiðsluending. E’gi finst mér það rétt hjá höf. að vera að finna að inni nýju afleiðslu- ending ni t. d. í árvekni, nákvœmni. Það er varla efi á því að endingin erni til dæmis, hefir ao upphafi verið einungis höfð til að mynda hugmyndaheitiaffrændsemisorðunum: faðerni, móð- erni o. s. frv. en svo fann einhver forntíðarmaður upp á því, að nota þessa ending, til auðgunar málinu, til að mynda heití af öðrum orðum t. d. líferni víðerni o. s. frv. og finnur enginn að því nú. En úr því fyrri menn höfðu rétt til að skapa sér reglur og mynda orð eftir þeim, þá nær engu tali að neita nútíðar fólki um ið sama. Eigi felst eg heldur á það að rangt sé altaf og mynda orð er enda á legleiki. Víst er, að niinsta kosti um það t. d. að röskur og rösklegur tákna alls eigi eitt og sama og þá tekur engum svörum að samur merkingamunur

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.