Skólablaðið - 01.09.1911, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 01.09.1911, Blaðsíða 12
140 8KOLABLAÐIÐ lina málfæri Sunnlendinga. Mál Austflrðinga liggur þar í milli. Veðráttan eða loftslagið er óefað að einhverju leytí orsök þessa nris- munar. Framburður um alt land verður aldrei gjörður samróina hvernig sem farið er'að. Einróma ritmál er aftur á mót ákjós- anlegt í alla staði og samkvæmt kröfum tímans. En hvernig á að ná því? Einn vili þetta og annar hitt. Lærðu mönnunum ber á tnilli hvað rjettast sé. Samkomulags er gjöri alla ánægða í svip getum vér naumast vænst. En tiihliðrun sem miðar ein- göngu að því að þóknast þessum eða hinum getur varla leitt til farsællegrar endalyktar í jafn almennu velferðarmáli og hér er um að ræða. Sú grundvallarregla aðeins, sem byggð er á reynslu liðins tíma, með hliðsjón að uppruna orða, viðteknum stöfunar- reglum, nútíðar framburði og aukinni þekkingu mun reynast hinn eini heppilegi mælikvarði við endurskoðun á Iögboðnu, einróma ritmáli. Það er blátt áfram lömun á byggingu og fegvrð málsii>s, að umsteypa þvf, aðeins til að nema burtu nokkra örðug- leika á stafsetning þess. Rétt eins og stafsetningin sé vandatnesta og mikilvægasta greinin í íslenskri málþekking, og að alt sé unnið með slíkri umbót. Að sönnu er þeim sem strita við að kenna réttritun í skólum nokkur vorkun þó þeir hallist að viðkitni sem segist ganga í þá átt að greiða fyrir stafsetningunni, því það er örðugt verk að öllum jafnaði að kenna hana. Samt sem áður ættu menn að gæta þess að kostum málsins verði eigi offrað fyrir þær sakir einar. Og efamál mikið er það hvort sumar af tilraunum þeim sem stungið hefir verið upp á, og haldið er hátt á loft í seinni tíð, bæti mikið úr skák í því efni. Hvaða leið eigum vér þá að þræða í lögboðnum rithætti? Látum undan- gengna reynslu í liðinni tíð svara. Strax og bókmentir vorar tóku að endurlífgast á öldinni sem leið, urðu menn þess skjótlega varir, að framburði og viðteknum rithætti bar ekki saman. Fjölnismenn sáu það sem öllum lýð er Ijóst, að samhljóðarnir g og k fá ekki samskonar hljóð þegar þeir eru settir með raddhljóðunum, e, i, í, og ei. eins og þeir hafa með öðrum raddhljóðum, heldur birtast þar með auknu j-hljóði. Þess vegna tóku þeir þá og upp um tfma (eða sumir þeirra aö ninsta kosti) að rita j á slíkum stöðum, til þess að

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.