Skólablaðið - 01.09.1911, Blaðsíða 16

Skólablaðið - 01.09.1911, Blaðsíða 16
SKOLABLAÐIÐ 144 Spurningar og svör Er barn, sem neitað var um fullnaðarpróf síðastliðið vor af þeirri ástæðu einni 'að það var ekki fullra 14 ára, þegar próf fór fram, en sem verður 14 ára áður en kensla byrjar í haust, skóla- skylt í vetur? Það var rangt að neita barninu um fullnaðarpróf, hafi það getað staðist prófið. Skólaskylt er það ekki að vetri. Verðlaunasjóður Flateyrarbarnaskóla í Önundarfirði. Ásmundur Gestsson, kennari við skólann, stofnaði þennan sjóð síðastl. vetur, ásamt nemendunum, með 50 kr. framlagi. Samkvæmt 2. gr. skipulagsskrár sjóðsins ertilgangurinn sá »að veita þeim nemendum skólans verðlaun, sem skara fram úr í námi og siðgóðri hegðun«. Öllum er heimilt og velkomið að leggja dálítinn skerf í þessa guðskistu. Fyrirtækið er lofsvert. Slíkir verðlaunasjóðir eru til við marga skóla, og vinna gagn með því að hvetja og vekja. Ný reikningsbók eftir Sigurbjörn Á. Gíslason er nú komin út; verður til sölu hjá öllum bóksölum á landinu fyrir skólabyrjun í haust. 4 hefti. Verð 65 og 80 aura á hverju hefti. Barnakennarastan við farskólann í Nauteyrarhreppi er laus til umsóknar. Umsóknir sendist, fræðslunefnd Nauteyrarhrepp, ísa- fjarðarsýslu. Fræðslunefndin. Kennarastaða laus í Beruneshreppi. Laun 144 kr. fyrir 6 mánuði, og fæði, hús- næði og þjónustu að auki. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jóti Pórarinsson. Prentemiflja D. (Wlnnris.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.