Skólablaðið - 01.01.1912, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.01.1912, Blaðsíða 3
SKOLABLAÐIÐ 3 stytting, samdrátt og úrfelling ásamt ýmsu fleira. Þar er mjög góð fræðsla fyrir flesta, og um leið jafnan saga hljóðbreytinganna, sem alt saman ætti að gera menn hleypidómalausari, en áður um ýmislegt í nýja málinu sem eigi er eftir höfði þeirra. Á stöku stað get eg eigi verið höf. þarna sammála, en það tekur eigi að fara út í slíkt smáræði hér. Sjöunda grein hljóðar um sam- hljóðendurna og áttunda greinin um áhersluna. Slæmt er það á bls. 38 að höf skyldi engin ráð hafa með að láta prentsmiðjuna hafa til stíla fyrir strykað b og g. Þetta skiftir svo miklu máli til fræðslu þeim inum mörgu, er ekkert vita um þetta atriði, en hinum gerir það auðvitað lítið til. í þessum kafla er rætt um hlóðfœrsluna er Rask og Grimm fundu fyrstir og í sambandi við hana nm hljöðfœrsluaukann merkilega er Verner inn danski fann fyrstur allra og því er líka nefndur Verneslög, en af þeini leiðir hið svonefnda stafskifti (grammatischer Wechsel) í ýmsum myndum sama orðs í germönskum tungum. En útlit þess í frumgermönsku (eftir líkum vitanlega) heföi höf. átt að sýna til fróðleiks auka, því í fornnorðrænu ber svo lítið á stafaskiftum vegna síðari umbreytinga. Fyrir þá er hafa kynni forvitni á slíku, vil eg setja hér sýnishorn af þessu í sagnorðum, svo sem það ætti að vera í íslensku, ef haldist hefði þar óbrjálað: f>—ð: líþa, líþ, leiþ — liðum, liði, liðinn. h—g: slaha, sleh, slóh — slógum, slægi, sleginn. (— slá, slæ, sló) /—b: grafa, gref, gróf — gróbum, græbi, grabinn. 5—z: kjósa, kýs, kaus — kuzum, kyzi, kozinn (= kurum, kyri, körinn). Þetta fyrirbæri á sér, að upphafi, engu síður stað í föllum nafnorða, en út í það fer eg nú eigi, þótt freistandi sé; en öll þessi stafaskifti eiga rót sína að rekja til frumgermönsku áhersl- unnar, er Iá ýmist á rót eða endingu orðsins og færðist til, eftir beygingunni. Rækilega ræðir höf. um tilh'kingarnar (er hann nefnir sam- Jaganir), að fornu og nýju. En í því eina atriði get eg eigi verið honum samdóma, að rétt sé að tala um tillíking (og svo stytting eða einföldun aftur) í kallat, bundit o. s. frv., heldur sé þar alsrert úrfall. Að því er kemur til framvirku tillíkinganna,

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.