Skólablaðið - 01.01.1912, Blaðsíða 11

Skólablaðið - 01.01.1912, Blaðsíða 11
SKOLABLAÐIÐ II Væri nú elcki ástæða til að læknar kæmu í allaskóla—og farskóla — landsins til að líta eftir hvernig fer um börnin, og hvað heilsu þeirra líður? Það er margt sem bendir á, að þess væri þörf. í sjóþorpaskólunum léleg húsakynni, sem veita illan að- búnað meðan börnin hlýða kenslu. Oft talsvert Ianga leið að ganga til skólans, alt að því stundargangur, og í vætu eða frosti, eins og veðrátta gerist hér á Iandi. Börnin misjafnlega útbúin að fatnaði, oft illa varin gegn regni, og koma því vot í skólann, að minsta kosti oft og einatt vot í fætur. Eitthvað fá þau af mat áður en þau leggja af stað í skólann, en oftast matarlaus og hressingarlaus 6—7 kl. stundir — þangað til þau koma heim aftur. Þau koma í rigningu meira eða minna vot, en heit og sveitt af ganginum, og setjast í meira eða minna illa vermda kenslustofu. Eins og þau þá eru fyrirkölluð eiga þau að fara að hlýða á kenslu. Mikið má heimta af kennaranum, — en ekki alt. Það er ýmislegt í þessu máli, sem hann ræður ekki við, og ýmislegt, sem hann hefur ekki vit á sem skyldi. Góður kennari, sem hefur augun opin fyrir líkamlegri líðan barnanna, gerir auð- vitað alt sem hann hefur vit á, og sem stendur í hans valdi til þess að þeim líði sem best. Hann lætur börnin koma :r.eð þurra sokka með sér í skólann svo þau geti haft sokkaskifti, ef þan vökna á leiðinni. Hann Iætur þau, sem lengst eiga að, koma með matarbita með sér. Hann sér um að kenslustofan sé nægilega vermd í vætum og vetrarkuldum. En Því miður eru ekki alstaðar góðir kennarar með vakandi áhuga á velferð barnanna. Því miður til menn í kennarastöðu, sem halda í fullri alvöru, að kuldi, sultur og vosbúð séu nauðsynleg til að »herða« unglingana. Aðrir loka augunum í hugsunarleysi og kæruleysi. Það er Ijótt að sjá kennarann í yfirfrakka og með trefil um hálsinn standa upp við volgan ofninn — gagnslausan til að verma kenslustofuna — en börnin hýmandi í keng á bekkjum sínum, blá í gegn af kulda, og svo loppin, að þau geta ekki haldið á penna. Skriftaræfingin verður að falla niður þann daginn. Hver læknir veit, að það er margt fleira, sem læknir þyrfti

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.