Skólablaðið - 01.01.1912, Blaðsíða 14

Skólablaðið - 01.01.1912, Blaðsíða 14
14 SKOLABLAÐIÐ sé eínhlýtt í askana. Það er ekki einhlýtt hve tnikið sem er af því. Þekkingin er áhald, tæki; eg held að það sé ekki svo óheppilegt að líkja henni við lykil; þeir sem hafa hana komast svo víða inn þar sem hinir þekkingarlausu verða að standa utan dyra. Og um leið og þekkingin er áhald, tæki, um leið er hún líka vald, þeir sem hana hafa verða sterkari í samkepni lífsins en hinir, sem hennar hafa farið á mis; þeir komast þar áfram, sem hinir verða að hörfa frá. Þetta geta allir séð, sem nokkuð taka eftir lífinu í kringum sig. Með þekkingu alþýðu fer vald hennar vaxandi. Auknum tækifærum til að fá almenna mentun ætti því enginn að fagna meir en alþýða manna; þetta skilja sumir meðal hennar, en sumir ekki. Margir eldri menn óska þess af heilum hug að slík tækifæri til mentunar, sem nú eru, hefðu verið á boðstólum á þeirra æskuárum; þeir finna svo sárt til þess hvers þeir hafa farið á mis, og hve miklu betur þeir hefðu staðið að vígi í baráttu lífsins ef þeir hefðu átt kost á að njóta einhverrar fræðslu. En með alla kosti bókavitsins og þekkingarinnar fyrir aug- um megum vjer ekki gleyma þvíað mentunin fær sitt fullkomna gildi er sannir mannkostir eru henni samfara. Mentastofnanir þjóðanna voru fyrst fram eftir að eins fræðslustofnanir; það var eingöngu svo að segja hugsað um að troða bókviti í nemend- urna, gjöra þá að lærðum mönnum. Með þeirri fræðsluaðferð í huga hefur eitt íslenskt skáld komist svo að orði: En í skól- um útum lönd er sú mentun boðin, fátt er skeytt um hjarta og hönd, hausinn út er troðinn. A síðari tímum hefur þetta mjög breytst. Mentastofnanir þær sem skilið hafa hlutverk sitt hafa, jafnframt fræðslunni, farið að Ieggja kapp á að gfjöra nemendurna að sönn- um mönnum, innrætta þeim réttan og göfugan hugsunarhátt, kenna þeim prúðmannlega framgöngu o. s. frv., og víðafer jafn- framt fram kensla í ýmsum hannyrðum, er opt kemur nemend- unum að góðu haldi í lífinu. Það eru slíkar mentastofnanir, slíkur vöxtur til dygða og dáða jafnframt bókvitinu sem skáldið er jeg mintist á, á við erhannkveður svo: þitt er mentað afl og önd, eigir þú fram að bjóða: hvassan skilning, haga hönd, hjartað sanna og góða. Frá því marki manninn þann jeg ment- aðan hiklaust dæmdi, flest og best er var og vann, er vönduðum

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.