Skólablaðið - 01.02.1912, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 01.02.1912, Blaðsíða 8
24 SKÓLABLAÐIÐ breyta gerð og bardagahættir breytast, en margar ódáðafúsar hvat- ir ráða enn i dag; vörumst þá vel, sem á bakið bíta. Alt of lítið lesa menn vísumar í fornsögunum; kostar þó ekki mikið erfiði að kynnast þeim, þar sem skýringar fylgja nú útgáfu Sigurðar Kristjánssonar. Fögur orðatiltæki og regluleg- ar spásagnir í sumum vísunum. Bergjum því vel á himinveig- um fornskáldskaparins, þær svíkja oss eigi, Eddurnar þekkja mjög fáir menn, og er undarlegt, jafnhægt sem þó virðist að njóta þeirra, fyrir skýringar þær, er íylgja. Söguruslið situr fyrir hjá of mörgum. Og víða hætt þeim fagra sið að lesa fornsögur hátt á vetrarvökunni. Vonandi, að lestur þessara rita eflist og verði æ skynsamlegri eftir því, sem á tíma líður. Enginn vill skifti, vona ég, á ísl.sögunum og út- lenda »rómana« ruslinu. Ef skiftin þau gerðust, mætti sannar- lega ætla, að skammsýnisöld væri upp runnin. »Kröpp eru kaup ef hreppik Kaldbak, enn ek læt akra.« Á hverju heimili á landinu, þar, sem nokkur Iesþrá ríkir, ætti allar íslendingasögur ásamt Eddunum og þáttunum 40 að vera til. Gimsteinn bókmentanna hér á Norðurlöndum í hverri baðstofu á íslandi! Rímur & riddarasögur. Ekkert »holtaþokuvæl« heyrist nú lengur í baðstofunum ís- lensku á vetrarkvöldunum löngu, En ekki tekur betra við, þar sem iðjulaus Iýður situr í æsandi skapi undir heimsku þvættingi alla kvöldvökuna, 3: þar, sem Iesin eru útlendu sorpritin íslensk- uðu. »HoItaþokuvæI«, nafnið á rímnakveðandi, upprunnið í tíð Fjölnismanna, þegar æsingaöldurnar stigu sem hæst móti rím- unum. Og riddarasögurnar mega fylgja með. — Fullgeyst þykir sumum gömlu mönnunum Jónas og Konráð hafa reitt hjör sinn móti rfmum og riddarasögum. En annað tveggja var að duga eða drepast. Málvillurnar hjá rímnaskáldunum hraparlegar, orð- in úr Eddu beygð skakt, andlaus efnismeðferð. Helminginn af ruslinu skildu menn illa, en þulið var það samt. Líklegt sem

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.