Skólablaðið - 01.02.1912, Blaðsíða 10

Skólablaðið - 01.02.1912, Blaðsíða 10
26 SKOLABLAÐIÐ Einta/a rJ Fleirtala blindr blind blint blindan blinda blint blindum blindri blindu blirids blindrar blinds blindir blir.dar blind blinda blindar blind blindum blindum blindum blindra blindra blindra. En eftir auðkenningu höf. hefði þlf. eint. í kvk. átt að vera með breyttu letri, engu síður en sama fall í kk. og enn- fremur hefði þgf. flt. alls eigi átt að vera með breyttu letri. Hér í dæminu tákna þær orðmyndir sem óauðkendar eru, hina vanalegu beyging nafnorða í íslensku og er hún frá fyrstu tíð söm í fornöfnum. En orðmyndirnar með gisna letrinu, tákna nafnorðabeyging svo sem hún var í frumnorðrænu og einnig þar er beygingin frá byrjun sameiginleg fyrir nöfn og fornöfn, þótt endingar þær séu horfnar í nafnorðnm nú, en hafi lifað eftir í hinum orðflokkunum. Orðtnyndirnar með skáletri tákna hina hreinu nafnorðabeyging. Tólfta greinin talar um fornöfn og þrettánda um töluorðin Þar er fagur frágangur og réttur skilningur á öllu. eftir því sem eg fæ best séð. Heldur vil eg halda, að fornafnamynd- irnar sási, súsi o. sv. frv. eigi að teljasl til fornnorðrænu (og þá austnorðrænunnar), heldur en til frumnorðrænu, en þetta gerir eiginlega hvorki til né frá. Skyld mynd hygg eg að þvísa sé í vestnorðrænu. Fjórtánda greinin um sagnorðin tekur að vonum upp langt mál. Fremur hallast eg að því, að 1. persónumyndin í eint. á um, t. d. brjótumk, ráðum o. .s. frv., sé hvorki fleirtala höfð í stað eintölu né miðmynd í eintölu (nema stöku sinnum) heldur sé hér um upprunalega eintölumynd að ræða og hún hafi upp- haflega endað á m í norðrænu máli (sbr. fornþýsku o. fl.). Fyrir þessu finst mér séu flest rök og sterkust. Samt verður þó eflaust að gera "áð fyrir, að sú mynd hafi í vestnorðrænu haldist við nokkuð fram yfir upphaf íslands bygðar í talmálinu, því ef hún hefði úr tali horfin verið, fyrir fund íslands, þá hefði hún hlotið gleymd að vera skáldunum á 10. og 11. öld- inni. En það er heldur engin neyð að taka þetta langlífi hennar trúanlegt. Réttara tel eg í útgáfum fornrita, með samræmdri

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.