Skólablaðið - 01.02.1912, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 01.02.1912, Blaðsíða 12
28 SKÓLABLAÐIÐ Um skóla erlendis. Eftir J. J. II. Frh. Þá er að víkja að einstökum námsgreinum og þá fyrst móðurmálinu. Lágmark allrar viðunandi móðurmálskenslu er, að nemandinn geti talað mál sitt nokkurnveginn hreint og ritað það stórlýtalaust. Þessi krafa er eins hjá öllum siðuðum þjóð- um. En vegirnir eru margir ogmisgóðir; hjá okkur hefir venjan við lestrarkensluna Iengstum verið sú, að kenna börnunum heiti hvers stafs, láta þá börnin kveða að atkvæðum, stauta og um síðir lesa. Tekur þessi aðferð oft mörg ár og feiki mikla vinnu. Englendingar hafa reynt 4 mismunandi aðferðir síðan þeir lögðu niður þá, sem við notum enn. Nú nota þeir og flestar aðrar þjóðir, þá svokölluðu hljóðstöfunaraðferð. Svo mikil! " jinur er á henni ogf gamla laginu, að sumstaðar verða 6 á,d börn læs á 3 mánuðum, þó að í bekk séu 10—15 börn. í byrjun september s. 1. sá eg einn slíkan skóla á Hollandi. Voru ný- komnu börnin þá að byrja að þekkja stafina, en skólastjórinn fullyrti, að þau mundu verða læs um jól. Þar byrjaði kenslan þannig, að á vegginn var hengt stórt spjald með dýramyndum og stóðu heiti dýranna neðan undir með feitu letri. Þá hafði hvert barn eina slíka mynd, aðeíns mikið minni. Þá varhverju barni fenginn stokkur með ferhyrntum pappplötum og stóð einn stafur á hverri. Nú er börnunum bent á einhverja myndina t. d. ijónið. Öll þekkja þau dýrið og geta vel nefnt nafn þess. Þá er þeim bent á orðið, sem stendur undir myndinni, ogbeð- in að leita í stokknum, að stöfunum, sem séu alveg eins í Iag- inu og þeir sem mynda orðið, og raða þeim yfir nafnið. Þau finna þá smátt og smátt stafina L-j-ó-n. Náttúrlega er augað auðtrúa í fyr tu, svo að villurnar verða margar. En á stuttum tíma hafa börnin séð hvern staf svo oft, og tengdan við ein- hvern hlut, sem þau kannast vel við, að þau þekkja stafinn vel, þó þau ekki vi4i enn, hvað hann heitir. Þetta et fyrsta stigið. Næsta skrefið er að kenna heiti stafsins. Þar kemur aðal munurinn. Við kennum börnunum að nefna suma staíina með

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.