Skólablaðið - 01.02.1912, Blaðsíða 13

Skólablaðið - 01.02.1912, Blaðsíða 13
SKÓLABLAÐID 29 alt öðru hljóði, en hann hefir í orði með öðrum stöfum. Þeir sem nota hljóðaðferðina kenna frá upphafi að hver stafur heiti eins og hann heíir hljóð til. Til að skýra þetta betur, vil eg taka eitt dæmi. Þegar íslenskt barn stafar i orðið þrifsund nefnir það staf- ina svona: Þorn-err-i-eff-ess-u-enn-dje, og ber svo seinast fram þrifsund. Allir sjá að það orð er harla ólíkt nöfnum stafanna sundurleystum. Aðeins tveir stafir í þessu orði eru nefndir með réttu hljóði, hljóðstafirnir i og u Hljóðaðferðin nefnir alla stafina á sama hátt hvern eftir sínu hljóði. Börnin þurfa því ekki, er þau stafa í orðið annað en bera fram stafahljóðið og þá kemur orðið rétt af sjáifu sér. Hér á landi má heita að þessi aðferð sé lítið þekt enn, þó að hún hafi lengi verið notuð annarstaðar, og hafi að allra dómi, sem þekkja, mikla yfirburði yfir stöfunarlagið okkargamla. En búasl má við að langt verði að bíða framfara í þessari grein, þar sem fræðslulögin ætlast til að heimilin kenni lestur áður en reglulegur skólagangur byrjar. Spurningar og svör. 1. Er ekki heimilt að semja nýja fræðslusamþykt og reglugjörð hvenær sem fræðslunefnd sér að annað fyrirkomulag er betra eða ódýrara en það sem er? 2. Ef fræðslusamþyktin ákveður lengri kenslutíma en lög skylda til, má þá ekki stytta hann nema samin sje ný samþykt, ef ekki gjörist þörf að hafa hann svo langan til þess að börn- in nái settu fræðslumarki? (Þar sem eg tala um kenslutíma á eg við vikutöluna t. d. að stytta tímann úr 12 vikum ofan í 8 vikur). 3. Er ekki ieyfilegt aö breyta stundatöflunni og fjölga náms- greinum t. d. handavinnu og leikfimi eða láta það koma í stað kristindómskenslu ef það þykir heppilegt? 4. Ef ekki hefir verið völ á kennara, sem gengið hefir undir kennarapróf, þegar fræðslulögunum var komið í framkvæmd,

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.