Skólablaðið - 01.02.1912, Blaðsíða 14

Skólablaðið - 01.02.1912, Blaðsíða 14
30 SKÖLABLAÐIÐ svo nefndln hefir ráðið kennara, sem ekki hefir gengið und- ir kennarapróf en getur kent allar lögskipaðar námsgreinar. Fær þá ekki héraðið jafn mikinn landsjóðsstyrk og þó kenn- arinn hefði gengið undir kennarapróf ef kennarinn hefir ekki minna en 6 kr. í kaup? 5. Er nefndin skyldug til að segja áðurnefndum kennara upp ef hann reynist svo góður að hún sér eftir honum? 6. Fær héraðið minni landsjóðsstyrk ef honum er ekki hafnað? 7. Ef kennari, sem á að ráða vill ekki binda sig því skilyrði, sem stendur í reglugjörðinni, að skrifleg uppsögn af beggja hálfu sé koniin í hendur hlutaðeigendum fyrir lok febrúar- mánaðar. Má þá ekki nefndin undir þeim kringumstæðum binda uppsögnina t. d. við apríimánaðariok eða miðjan júní, ef hún vill? 8. Er sá maður, sem fræðslunefndin hefir gefið leyfi til að nota ekki farskóla héraðsins, ekki skyldugur til að borga hlutfalls- legan fræðslukostnað, þó hann taki heimiliskemnara? 9. Eru kennarar, sem ekki hafa gengið undir kennarapróf skyldugir til að borga í styrktarsjóð kennara? 10. Eru héruðin skyldug til að borga kennaranum fæðispen- inga, ef liann krefst þess fyrir þá tíma, sem hann er ekki í héraðinu, t. d. yfir frítímann frá því daginn fyrir Þorláks- messu og til 2. janúar? Magnús Pétursson. Svör: 1. Jú. — 2. Ekki nema með breytingu á fræðslu samþykt- inni. — 3. Jú. — 4. Jú.-— 5. Nei. — 6. Nei. — 7. Nei. — 8. Jú. — 9. Já. — 10. Já. Sendibréfsfær. Mörgum hefur þótt gaman að sjá prófstílana, sem birtir voru í »Skólablaðinu«, frá síðasta vorprófi. Sumum hefur þótt þeir svo skipulega samdir, og vel stílaðir og með svo góðri stafsetningu, að þeir hafa viljað efast um, að svo ung börn hafi getað gert þá hjálparlaust. Þvf mun þó

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.