Skólablaðið - 01.03.1912, Side 1

Skólablaðið - 01.03.1912, Side 1
SKOLABLADI-Ð --SsssS- SJÖTTI ÁRGANGUR 1912. Reykjavík, 1. mars. 3. tbl. Lesíur. Eftir Brynleif Tobíasson. ---- Frh. 3. Útlendar sögur. Fæst af þessum sögum les alþýða á frutumálinu, en all- mikið er nú íslenskað af þeim, og eru margar þeirra svo úr garði gerðar, að öll hugsandi alþýða telur þær aumasta rusl, reglulegan arfa í bókmentaakrinun íslenska. Hvernig stendur þá á því, að sögurnar eru lesnar? munu þið spyrja. Þar til er því að svara, að íslendingar eru manna leshneigðastir, og hafi þeir eigi góðar bækur, þá lesa þeir ruslið heldur en ekkert. Æsandi eru þær margar af úrhraksbókunum þessum; þær tæla. Málið á þeim er slæmt, ekkert verðuráþeim lært. Kitlandi kynjasagn- ir, og ýkjur fram úr öllu hófi á hverju blaði. Tímanum illa varið til að lesa þær, en þó er annað verra: taugaveiklað fólk verður hugsjúkt af lestrinum, og tilfinningin spillist fyrir móður- málinu. Þegar ólistvís fjárgirni velur bækurnar til þýðingar og hroð- virknin sjálf síðan þýðir, — er þá ekki >illu korni til sáð?« Jú, og fyrir því er það engin furða, þótt »ilt af gróic. — Munur er á iðju Sigurðar Kristjánssonar, er gerst hefur for- leggjari að gullaldarritum vorum og bestu nýritum, og þeirra manna, er óþverra ruslið útlenda gefa út — til að freista með íslenskrar alþýðu, af þvf þeir vita að hún er leshneigð. Haldið börnum yðar frá Iestri æsandi rita; látið þau liafa að lesa góðar bækur, þær sem sameina gott mál, glögga hugsun og lifandi

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.