Skólablaðið - 01.03.1912, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 01.03.1912, Blaðsíða 12
44 SKOLABLAÐIÐ Á ársfundi skal stjórnin sjá um, að umræður verði um eitt- hvert kenslumál eða uppeldismál, og skal auglýsa umræðuefnið, um leið og fundardagur er auglýstur. 5. gr. Aukafundi getur forseti haldið, þegar honum þykir þurfa, og skyldur er hann að kveðja til aukafundar, ef meiri hluti full- trúa óskar þess. 6. gr. Atkvæðisrétt á fundum hafa þeir einir féiagsmenn, sem þar eru viðstaddir. Þegar ræðir um lagabreyting eða embættismanna- kosning, geta þó félagsmenn, sem búa annarsstaðar en í Reykja- vík, sent forseta atkvæði sitt fyrir fund í bréfi með innsigli sínu fyrir og undirskrifuðu f 2 votta viðurvist, og skal utan á því standa »skriflegt atkvæði«. Þetta bréf skal forseti opna á fundi og hefur það sama gildi og atkvæði nærstadds félagsmanns. Enginn hefur atkvæði á ársfundi eða aðalfundi, sem stend- ur í tillagsskuld við félagið. Á fundum ræður atkvæðafjöldi, nema um lagabreytingar (sbr. 14. gr.). 7. gr. Það sem fram fer á fundum, skal bóka í gjörðabók félags- ins, og skrifar forseti með skrifara undir í hvert skifti til stað- festingar. 8. gr. Enibættismenn félagsins eru: forseti og 6 fulllrúar, varafor- seti og 2 varafulltrúar, og 2 endurskoðunarmenn, og skulu þeir kosnir á aðalfundi. Forsetiun og fulltrúarnir kjósa úr hóp full- trúa féhirði og skrifara. Forseti er kosinn til 2 ára, en fulitrúar til 4 ára, og fer ávalt helmingur þeirra frá annaðhvort ár, í fyrsta sinn árið 1891 eftir hlutkesti, en síðan framfara á hverjum aðal- fundi reglulegar kosningar á helming fulltrúa í stað þeirra, er frá fara.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.