Skólablaðið - 01.03.1912, Blaðsíða 15

Skólablaðið - 01.03.1912, Blaðsíða 15
SKOLABI.AÐIÐ 47 Spurningar og svör 1. Hvenær verða þau börn 10 ára, sem yngst eru skólaskyld, skólaárið 1911—'12? 2. Hvenær verða þau börn 10 ára, sem yngst eru prófskyld vorið 1912? 1. Þau börn eru skólaskyld 1911—’12, sem eru 10 ára, þegar hin opinbera kensla byrjar. 2. Þau börn eru prófskyld vorið 1912, sem eru fullra 10 ára þegar vorpróf fer fram. Kennarafundur á Akureyri. Kennarar á Akureyri og í Eyjafjarðarsýslu hafa haldið fund með sér 28. og 29. desember f. á. Á þeim fundi var meðal annars gjörð ályktun og tillaga til yfirstjórnar fræðslumálanna um réttritunarmálið: um undirbúning skótastafsetningar og samn- ing réttritunarreglna og stafsetningar orðabókar. Úr styrktarsjóöi handa barnakennurum hefur í ár verið veittur 150 kr. styrkur til eins kennara. Aðrir sóttu ekki. í fyrra var einum kennara veittur 125 kr. styrkur. En frá þeim kennara kom ekki umsókn að þessu sinni. — Eyðublöð fyrir fullnaðarprófs skírteini handa börnum eru ný prentuð og verða send öllum skólanefndum og fræðslunefndum. Alitíeg staða við kvöldskóla er í boði. Þeir sem kynnu að vilja sinna henn' snúi sjer til ritstjóra þessa blaðs. Æskilegt að umsækjandi sé meðal annars vel að sér í bókfærstu og þýskri tungu. Stafrofskver eftir Hallgr. Jónsson með 30 myndum er besta og ódýrasta stafrofskverið. Fæst hjá öllum bóksölum.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.