Skólablaðið - 01.04.1912, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 01.04.1912, Blaðsíða 1
SKOLABLAÐIÐ ---gsssg. SJÖTTI ÁRGANGUR 1912. Reykjavík, 1. april. 4. tbl. Unglingaskólar. Áhuginn á unglingafræðslunni fer vaxandi; það er áreiðanlegt. Og við því mátti eirinig búast, að aukin barnafræðsla glæddi löngun unglinga til að læra meira. Ef hún gerði það ekki, væri það sorglegur vottur um, að barnafræðslan hefði ekki náð tilgangj sínum. Vaxandi áhugi á unglingafræðslu kemur nieðal annars fratn í því, að fleiri og fleiri unglingaskólar eru stofnaðir, og aðsóknin að þeim sem Ijfa og lífsskilyrði hafa, virðist heldur aukast. ,En ýmsir hafa þó oltið út af aftur og það jafnvel eftir eitt ár, og geta niargar orsakir legið til þess. f þvi sambandi er ástæða til að minnast á Heydalsárskól- ann í Strandasýslu. Sá skóli hefur unnið lengst og best allra utiglingaskóla hér á landi, og að ailra dómi þar nyrðra, — að því er kunnugt er — gert mjög mikið gagn. Barnafræðsla í Strandasýslu er eflaust í betra lagi, þó að þar séu engir barna- skólar, og jafnyel lítið um farkenslu að undanförnu. En heim- ilisfræðslan hefur reynst þar notadrjúg, og má eflaust þakka það Heydalsárskólanum að mjög miklu leyti Þeir sem þar hafa numið, hafa víða verið heimiliskennarar og getað kent það sent heimtað var með eldri fræðslulögum, einkum kqmið heimilun- um í góðar þarfir til að kenna skrift og reikning. En því raunalegra er til þess að vita að þessi skóli sýnist nú um sinn á heljarþröm. Vonandi að vinum hans lánist að reisa hann á fætur aftur, og að þeir verði svo heppnir að geta

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.