Skólablaðið - 01.04.1912, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 01.04.1912, Blaðsíða 2
50 SKÓLABLAÐIÐ fengið til hans mann, sem fylli það tilfinnanlega skarð, er Sig- urgeirs Asgeirssonar misti við; en hans verk er það — honum að þakka að skóíinn hefur lifað og starfað. Það er einmitt vandinn að fá mann til þessa skóla, sem hafi vilja og kraft til að halda honum uppi, og það er einmitt vand- inn að fá til unglingaskóla þeirra, sem verið er að stofna af nýju, menn er færir séu um að stjórna þeim og kenna í þeim. Það stoðar auðvitað lítið að hrófa upp skólum án þess að eiga kost á sæmilegum verkamönnum við þá. Það fylgdist að, að stofnaður var kennaraskóli og sett ný lög um aukna barna- fræðslu. Mátti síst seinna vera að stofna kennaraskólann. Hann hefði að réttu lagi þurft að vera stofnaður Iangtum fyr. Frá kennaraskólanum má búast við full færum mönnum til barna- kenslannar, þó að þeir verði auðvitað misjafnir. En þeim er ekki meira ætlað en að verða á þessum afar stutta tíma — ein- um 18 ntánuðum — færir um að leggia Tyrsta grundvöllinn, og ekki meira ætlandi. Unglingaskólarnir eru að svo stöddu mjög á reiki einnig að því er frœðslukröfurnar snertir, eins og að líkindum ræður þar sem þeim er enn ekkí með lögum markað neitt ákveðiðsvið. í sumum þeirra lítið kent annað en það sem ætlast er til að börn um 14 ára aldur hafi lært, og síst meira en þau hafa lært í hinum betri barnaskólum. En takmarkið verður að setja hærra. Og þá verður og að setja hærra mark fyrir mentun þeirra manna, sem eiga að stýra þeim og vinna við þá. Hvaða markmið ættu unglingaskólarnir að setjasír? Undir því er auðvitað komið, hvernig mentun kennarar þeirra eiga að hafa fengið. Gætum að á hvaða aldri Jrað fólk mun alment verða, sem sækir þessa skóla. Fyrst um sinn verða þeir eflaust sóttir af fólki á mjög mismunandi aldri; en með tímanum mun það verða á aldrinum 14—18 ára, yfirleitt. Þeir sem æft hafa náms- gáfur sínar nokkuð til niuna á barnsaldri, t. d. með því að ganga í barnaskóla eða farskóla, eða notið nokkurrar verulegrar heimafræðslu, eru á þessum aldri orðnir vel hæfir til náms og hafa fengið þroskaðan skilning. Þeim má því ætla talsvert mikið nám á tiltölulega stuttum tíma,

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.