Skólablaðið - 01.04.1912, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.04.1912, Blaðsíða 6
54 SKÖLABLAÐIÐ versta í dálkunum þeirra. — Enginn öðrum fremur skal hér áfeldur af þeim, er við blaðamensku eiga. Vera kann, að su nir þeirra dansi nauðugir, því þegar öfgar hafa eitt sinn æst hug- ann, þá er þeirra »örskamt á milli«. — Kirkjublað, Skólablað, Búnaðarblað. Cll eru til, en næsta lítið lesin; og eigi mun fjarri láta, að erfitt láti fyrir þeim öllum saman. Þau láta öll minna yfir sér, blöðin þessi, en pólitísku feldirnir. En vilja menn ekki taka eftir því, að þessi blöð ræða með áhuga, en stillingu, velferðarmál þau, sem mest ríður á, að í gott horf sé hrundið, eigum vér að hafa not frjálslegrar stjórnar- skipunar í fullum mæli. (Jndirstöðu þjóðfélagsþroskans eigá þeir að léggja, sem við barnauppeldið fást. Vilja engir sinna máli þeirra, er láta sig þetta stórinál einhverju skifta? Vill enginn »agitera« fyrir full- kominni fræðslu og uppeldi barnauna í sveitum og bæjum? Eða finst mönnum meira vert, að tala um pólitísk efni af fávisku en nota tímann til að tryggja iandinu rétt í dugandi borgurum á ókomnum tíma, með pví að sinna kröfum bamssálarinnar og borgara skyldunnar? Ékki veit eg hvernig þessu er háttað, en undurlegt er margt í því. 7. Guðsorð. Það er stutt síðan að eg vissi til, að gömul kona bað um það á banadægri að leggja í líkkistu sína Hallgrímshver, Sálma- bókina gömlu og Passíusálmana. Þetta var gert. Konan var langt frá að vera fávís. En trygðin við orðið Guðs, í bunduu máli og óbundnu, þjóðfrægu og góðfrægu höfundamia, hún var ekki smá. Nú er að breytast hugárfar og lestrarfýsri í þessu tilliti. Verið að leggja niður húslestrana æði víða. Og kirkju- ræknin mun vera langt frá því að standa í stað frá fyrri árum. Heyrt hefi eg menn segja, að kirkjuferðirnar væri óþarfar, fyrir því að ræðumar væru til í húslestrarbókunum á heimilunum, betri margar, en heyra niætti af stólnum í kirkjunni. Safnaðar- samkendin kulnar út með þessu, ef hver lokar sig inni, og ráð- legt kalla eg það sé ekki. Langt í frá! Málfundir að messu afstáðinni kynnu að örfa kirkjurækrtina en hætt er þó við, að ekki dugi að fullu fýr en innan að kémur

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.