Skólablaðið - 01.04.1912, Blaðsíða 7

Skólablaðið - 01.04.1912, Blaðsíða 7
SKOLABLAÐIÐ 55 frá safnaðarlimunum sjálfum lifandi kirkju og kristni þrá, sem meðal annars brýst út í kirkjuferðum. »Á grundvelli kristindómcins« vilja æskufélögin byggja starf sittt. Oott og vel! Árangur mun bráðum sjást, ef hér fylgir hugur máli. Lifandi kristindómur er ekki aðgjörðalaus. — Áhrif frá gömlu mönnunum hafa allmikið að segja á æskulýðinn. Ef Ungmennafélögin vildu efla kirkjurækni, dygði það varla, nerna húsbændur á heimilum legðust og líka á þá sveif, því fáir með- limir félaganna munu vera húsbændur sjálfra sín. En ólíklegt er, að húsbændur amist við guðshússgöngu. Þó það komi eigi máii mínu beint við, þá skýt eg því þó hér að, að uudarlegt samningaieysi virðist það vera milli K. F. U. M. og U. M. F. í. að sameflast ekki með ráðum og dáð. Myndi báðum að því mikill styrkur, og gott og mikið starf á sannarlega kristilegum grundvell' myndi þau þá afreka. — Svo eg komi að guðsorðabókunum, þá má geta þeirra, sem skjöldinn bera, svo sem Dr. Péturs, síra Páls og lierra Flelga. Allar eru bækur þessar stórnýtt guðsorð. Síra Páll nær tökum á mörgum; orðsnilli ag andríki sitja saman á bekk. — Nefna skal eg meistara Jón. Stórorður og skelfandi; á varla við anda tíðarinnar. Segja má, að sé guðsorðið gott, þá eigi það altaf jafnt við hvenær sem það er samið. En eigi er það svo ávalt, Passíu- sálmar síra Hallgrítns eiga altaf við, þetta lifandi tákn Ijóssækins anda í þjáðu holdi, á tíma hrellingar og helmyrkurs. Hindur- vitni og þungar raunir, runnar að úr ýmsum áttum, voru að byrgja þjóðinni sólarsýn, þegar sr. Hallgrímur hóf raust sína og kvað sína margfrægu og ágætu sálma. — Helvítis píslir, hótanir miklar kveða við í ræðum meistara Jóns, þó ekki sko ti and- ríkiskraft. En lengur á ekki þetta við. Fólk nötrar ekk; leng. r þó minst sé á helvíti, miklu fremur þá virðist svo sem ekkert helvíti sé til. Svona er það, — »sannleikurinn er sagna bestur * Og nóg höfum vér af góðu guðsorði, þó hætt sé að þylja »meistarann«. Ein eftir sr. Helga Hálfdánarson, — ein eftir sr. Jón Bjarnasott, svo nóg er úr að velja. Nóg að lesa af guðs- orðabókum. Breyting á hugarstefnu fólksins ræður hér öllu um. Og breyting kemur, og er raunar komin, sem sýnir, hvert verið <

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.