Skólablaðið - 01.04.1912, Blaðsíða 10

Skólablaðið - 01.04.1912, Blaðsíða 10
58 SKÓLABLAÐIÐ Á Englandi læra börnin sögu á sinn hátt frá því þau koma í skólann og eru ólæs. Þeim eru sögð æfintýrí, og eink- um æfintýri í Ijóðum, sem eru sungin inn í þau. Eg hef oft verið hissa af að sjá 5--6 ára börn syngja vel og fallaga heila æfintýraflokka, og stunduin leika viöburðina. Annars er það að sameina leik, söng og söguljóð eitt af nýrri uppgötvununum í sögukenslu. Þá búa börnin sér til búninga úr marglitum pappfr, kórónur, hjálma, lúðra, sverð o. s. frv. Og svo er leikið, æft á undan, lærðar þulur utan að, sungnar, og svo þegar alt er fullbúið koma foreldrarnir og horfa og hlýða á. í flestum skólum hætta menn þó slíkum sýningum þegar barnsaldrinum sleppir; samt er því haldið í fáeinum nýtísku- skólum. Er þá öllum alþektustu viðburðum ættjarðarsögunnar snúið í leikrit og leikið í sögutímunum. Góð viðbót er það að hafa mikinn hluta af sögunni í stórfelduni sjónleikjum eins og Englendingar hafa í verkum Shakespeares. Eru þau flest leikin árlega í öllum meiriháttar bæjum. Fá þá barnaskólabörn- in að fara í leikhúsið ókeypis, en daginn áður útskýrir sögu- kennarinn leikinn, svo að betri not verði af. Vitaskuld er slík kensla sú fullkomnasta sem til er. Þá er sagan meir en orð og ártöl, dauð og sundurslitin. Þá líður fyrir augun sagan sjálf, lífið heilt og óbrotið, fólkið lifandi, klætt og búið eins og það var í lifandi lífi, sýnt í baráttunni til sig- urs eða ósigurs eins og hún var. Menn munu nú segja: Þetta er nú gott og blessað fyrir ríkar þjóðir að syngja og leika söguna ínn í þjóðina, en það getum við nú ekki hérna. En þá er þö eftir annar vegur, sá næst besti, ef ekki sá besti, það að liða söguna sundur í æfi- sögur tilþrifa mestu manna þjóðarinnar í stað þess að dragast ófram með þunga árbókarformið. Eg vil taka eitt dænii: í íslandssögu verður vitaskuld að kenna bæði um fornöldina og þann tíma, sem er rétt umliðinn. í sögunum er efnið alt æfisögu kent, bundið við líf og örlög vissra manna, og sé sagt vel frá því, fylgir barnið frásögninni með athygli, og man það lengi og vel. Og í sögunum er efninu einmitt þannig niðurraðað að þær eru óvenjulega vel

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.