Skólablaðið - 01.04.1912, Blaðsíða 11

Skólablaðið - 01.04.1912, Blaðsíða 11
SKOLABLAÐID 59 fallnar til að vera fyiirmynd þess, hvernig einna best er að kenna sögu stálpuðun- börnuni. Aftur á móti eru venjulegar frásagnir um stjórnmálaþref og lagabreytingar á íslandi á öldinni sem leið hrein og bein plága fyrir börn; þau skilja ekki þá baráttu, og þótt fröðleikur einhver berjist inn í höfuð þeirra um stunda.sakir, þá er hanu þar eins og útlene ngur, sem bíður byrjar, og óskar eftir byr sem beri sig burtu at þessari framandi strönd sem allra fyrst. Samt væri ef til vill afsakanlegt, þó kend væri sagan í barnaskólunum, þannig að hún gleymdist fljótt, ef hún ekki gerði beinan skaða. En það er bæði mín reynsla með þá unglinga marga, sem lært hafa á þennan hátt, og allmargir glöggir kennarar hafa orðið þess sama var:r og verið mérsam- dóma u n. Þá virðist mér saga muni best kend börnum fram að fermingu með því að byrja á sungnum hctju- og æfintýralegum kvæðum, og þá með fjömgri æfisögu, frásögn um bestu menn þjóðarinnar. En að hvorth eggja sé, ef unt er, stutt og bætt upp með því að börnin leiki sjálf atburðina merkustu. Og að aftur á móti beri mest að varast andlausa upptuggu og ítroðn- ing sundurlausra, þungskilinna viðburða. Tugakerfið. Deila nokkur hefur orðið um nýja vog og mælí, sem lögleitt er með þessu ári. Lögin hafa útlend heiti (grísk og latnesk) cn heimila og stjórninni að lögfesta íslensk orð er nota megi í þeirra stað. Það var gert rneð auglýsingu stjórnarráðsins 30. des. 1909; með henni er leyft að nota íslensk orð jatnhliða út- lendu heitunum. Ef þau íslensku heiti, sem þar eru heimiluð, hefðu fallið almenningi í geð, þá hefði enginn ágreiningur orðið; en það gerðu þau ekki. Margir litu svo á, að allur almenningur rnundi fremur kjósa útlendu þeitin en þessi íslensku heiti. Þá kemur til sög-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.