Skólablaðið - 01.06.1912, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 01.06.1912, Blaðsíða 2
82 _ SKÓLABLAÐIÐ Barnareykingar. Tóbaksreykingar barna hafa allvíða verið gerðar að umtals- efni, bæði fyr og síðar, þótt lítið hafi verið rætt eða ritað um þær hér á landi. Til allrar hamingju mun ástæðan vera sú, að tóbaksnautn íslenskra barna hefir til þessa verið fremur iítil, að minsta kosti ekki almenn. í öðrum löndum, t. d. Norðurlönd- um, Englandi, Ameríku og víðar, hefir þetta mál komist alla leið inn á þing viðkomandi ríkja, og má af því marka, hve mikið hefir þótt á bjáta, úr því að landstjcrnir og löggjafar fóru að láta málið til sín taka. Það ætti að vera óþarfi að eyða mörgum orðum að því, að lýsa áhrifum tóbaksins á mannlegan líkama, því svo mikið vita þó flestallir nú orðið, að þau erit ill og skaðvænleg. Full- tíða menn og hrausíir hafa oft og tíðum fengið að kenna á % því; svo það ætti að vera nokkurn veginn bersýnilegt, að hásk- inn hlýtur að vera enn þá geigvænlegri, þegar um börn er að tefla. Allur viðnámsþróttur þeirra er enn þá minni. Eins og menn vita, er meira og minna af tóbakseitíi, sem nefnist nikotin, í öllu tóbaki, alt að 10%, °K er svo rnegnt, að örfáir dropar af því geta orðið manni að bana. Venjulega er tóbakseitrið í sambandi við önnur efni, svo sem sítrónsýrur og eplasýrur. En meðan á tilbúningi tóbaksins stendur, hleypur í það gerð, og myndast við hana ammoniak; það gengur aftur í samband við þau efni, sem bundu nikotinið; við það losnar nikotimð og getur borist með tóbaksreyknum, sumpart út í loftið og sum- part ofan í lungu og maga réykjendanna, meðan tóbakið brennur. Því meiri sem gerðin hefir verið, því ríkara er tóbakið af am- moniaki, og því frjálsara er nikotinið og tóbakið sterkara. Þegar t. d. vindlingur er reyktur, sýgst reykurinn í gegn um hann; skilst þá nokkuð af eitrinu frá og verður eftir í þeim enda vindl- ingsins, sem haldið er í munninum. Þar af leiðir, að hann verður því-sterkari og skaðlegri sem meira er reykt af honum. Þegar börn eiga í hlut, þykir þeim súrt í brotið að kasta vindl- ingnum hálfbrunnum, og nýta hann venjulega út sem best; fyrir

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.