Skólablaðið - 01.06.1912, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.06.1912, Blaðsíða 3
SKOLABLAÐID 83 þá sök soga þau ofan í sig miklu meira af eitrinu en þyrfti að vera. Við þetta bætist, að vindtingar eru sjálfsagt alloft fullir af ýmsum öðrum eiturtegundum, ýmist látið í þá sérstaklega, eða tóbakið blandað blöðum ýmsra eiturjurta og svefnjurta, og papp- frinn utan um það gegnvættur í ópíum. Þetta eru ekki ágisk- anir; það liefir sannast við rannsóknir. Eins og aðrar eiíurtegundir, getur nikotinið valdið eitrun um, bráðum eða langvinnum. Þegar um reykingar barna er að tefla, geta bráðar eitranir tæplega komið til greina, en þar er það hin langvinna eitrun, sem vinnur verk sitt í kyrþey. Hún orsakast af því, að með hverjum vindlingi, sem barnið reykir, tekur það inn nokkurn skamt af nikotini, og þó að nokkuð af honum hverfi aftur burt úr líkamanum um leið og venjuleg efnaskifti hans fara fram, þá verður jafnan eitthvað eftir, ef oft er reykt. Þannig safnast t'yrir smátt og smátt meira og meira þangað til svo getur farið, að einkenni eitrunarinnar gjósi upp alt í einu: skjálfti, svinii, taugaverkur, hjartsláttur, meltingar- óregla og lystarleysi, og stundum veiklun skilvita, einkum sjón- ar og heyrnar. (Dr Flöystrup). Ofnautn tóbaks getur haft mjög margt ilt í för með sér, svefnleysi, drunga og skerpuleysi, minn- isbilun og sljóleik til andlegra starfa. Vel gerðir unglingar, sem hafa lagst í vindlingareykingar, hafa jafnvel orðið að láta af námi; svo hafa gáfurnar sljófgast. Og það er ekki fátítt að þeir hafa leiðst út á drykkjuskaparbrautina á eftir, og þaðan út á ýmsa aðra háskalega glapstigu. Það er því langt frá því, að heilsa barnanna ein og líkamleg framför sé í veði, ef þau fara að temja sér reykingar, heldur einnig andlegur og siðferðislegur þroski þeirra. Það er því engin furða, að löggjafarvald þeirra landa, sem hafa stunið undir slíku böli sem barnareykingarnar eru, hefir ekki séð sér annað fært en skerast í Ieikinn, til þess, ef auðið væri, að girða fyrir hættuna í tíma. í ýmsum af Bandaríkjun- um er það fyrirboðið með lögum að selja eða gefa tóbak börn- um og unglingum, og liggur við há sekt eða fangelsi, ef út af er brugðið. í Noregi eru lög til þess að gera héraðssamþyktir um bann gegn því að selja börnum tóbak. { Svíþjóð missa börn, sem verða uppvís að því að reykja, rétt til skólaölmusu

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.