Skólablaðið - 01.06.1912, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 01.06.1912, Blaðsíða 5
SKÓLABLAÐIÐ 85 byrjuð að reykja. Ætti að telja þá bekkina með, yrði því sem næst helmingur allra barnanna, yngri og eldri, sekur í þessum ófagnaði. Eins og gefur að skilja höfðu börnin reykt mjög mismikið að vöxtunum, meira piltar en stúlkur, meira eldri börn en yngri. Sé miðað við efstu bekkina 3, sem nokkurnveginn áreiðanleg rannsókn eftir atvikum fór fram í, hafa sem næst 41% stúlkna og 87% piltar átt meiri eða minni þátt í að reykja. Eftir vindlingaframtali þeirra sjálfra um vikuna eða mánuðinn telst svo til, að 17% þessara umræddu barna reyki að meðal- tali um árið fast að 500 vindlinga hvert, minst 300, mest 800. Annars má geta þess að fremur mun vantalið en oftalið, Og öllu tóbaki slept, nema vindlingum. Áætluð yfirlitstafla yfir vindlingareykingar barna um árið 1911 í 3 efstu bekkjum skólans gæti þá litið þannig út. Aldursár Tala barna: Tala vindlinga á barn: piltar stúlkur Samtals pilt stulku Samtals 9 1 1 3 3 10 1 1 43 43 11 1 1 3 3 12 7 3 10 232 35 267 13 17 3 16 2766 50 2816 14 11 8 19 1926 392 2318 Alls: 33 15 48 4970 480 5450 Eftirtektavert var það, að öll börnin, sem mest höfðu reykt, að tveimur undanteknum, voru laklega að sér í skólanum, eða tæplega í meðailagi, og flestum stórlega ábótavant í siðferði. Er þetta nú tilviljun, — eða hvað? Nei, það er vissulega engin tilviljun. Jafnvel þó ekkert barnanna kunni að vera beinlínis spilt af sjálfu tóbakseitrinu, og

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.