Skólablaðið - 01.06.1912, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 01.06.1912, Blaðsíða 8
88 SKOLABLAÐIÐ Til hvers eru fræðslunefndir? Mér hefur oft dottið þessi spurning í hug, síðan eg á næstliðnu sumri, kyntíst nokkuð einni þeirra. f lögum og fyr- irskipunum um fræðslu barna og unglinga, er prentað erindis- bréf fyrir fræðslunefndir gefið út í »Stjórnarráði Islands ll.júlí 1908«, og í því tekið fram, það sem nauðsynlegt hefur þótt, að skipa með lögum. En af því að erfitt er að skipa með lög- um alt sem þörf er að gera, eða láta á ógert, finst mér, að bak við Iagaákvæðin liggi sú krafa til fræðslunefnda, að þær eigi að starfa sem best og hagkvæmast í þarfir fræðslu og mentunar í héruðum sínum. Flestir munu játa, að mikill munur geti verið á kennurum og kenslu. Og án efa munu allir, sem börn eiga, óska þess, er þeir Iáta þau frá sér til náms, að kennarinn sé sem bestur og færastur um að leysa starfið vel af hendi, svo að börnin hafi kenslunnar sem best not. Þegar því foreldrar, eða aðstand- endur barna, kjósa fræðslunefnd í héraði sínu, til þess að ann- ast að mestu leyti, alt er snertir skólamentun barnanna á næstu árum, efa eg ekki að þeir kjósi þá menn, er þeir treysta best um vit og forsjá, til að hafa fræðsluna svo góða og hagkvæma sem ástæður frekast leyfa. Fræðslunefndinni fela þeir þannig, að nokkuru leyti, það sem þeim er hjartfólgnast: framtíð barn- anna sinna; og mun því margur faðirinn óska að kosning í nefndina lánist sem best. Það lítur nærri því út fyrir að sumir fræðslunefndarmenn aðeins muni að þeir voru »kosnir« og hafi svo hætt að hugsa frekar um það mál. En margar fræðslu- og skólanefndir starfa líka með áhuga og dug, og láta með því sjá, að þær séu vak- andi og hugsandi. Þau störf, sem öllum er kunnast að fræðslunefndir eigi að annast, eru: Að útvega kenslustaði, sjá um að til séu lögskipuð kensluáhöld og ráða kennara í fræðslnhe'raðið. Þetta munu líka allar fræðslunefndir gera, hver á sinu hátt; en um framkvæmd þeirra sunira, að því er til kennararáðningarinnar kemur, Iangar mig að segja nokkur orð. Fer eg þar mest eftir því, er eg

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.