Skólablaðið - 01.06.1912, Blaðsíða 10

Skólablaðið - 01.06.1912, Blaðsíða 10
90 SKÖLABLAÐIÐ Með þessi erindislok fór kennarinn á fund hins fræðslunefndar- inannsins, en sá gaf, auðvitað(l) hinum (sem. var heimilismaður hans) sitt atkvæði. Þann þriðja í nefndinni gat kennarinn ekki fundið, enda var þess eigi þörf, þegar meiri hluti nefndarinnar var á eitt sáttur. — Eg set hér þessa sögti, ti! að sýna áhuga sumra fræðslu- nefnda á störfum sínum. Eg veit að maður sá, er hlaut nefnda kennarastöðu, muni rækja starf sitt eftir bestu kröftum. En eg vil sþyrja: Var það lögum samkvæmt, að hafna þeim er hafði kennarapróf, þótt óreyndur væri við kenslu, en taka annan óreynd- an og án kennaramentunar og prófs? Eg vona að Skólablaðið svari því við tækifæri.*) Líklega þarf að breyta ákvæðum fræðslulaganua unt ráðn- ingu kennnara, en meðan svona stendur er alveg nauðsynlegt að fræðslunefndir skilji það, að á þeim hvílir þung ábyrgð þar sem þær eru einar um að ráða kennara. Þær verða að skilja það, að þær baka sér ábyrgð með vanrækslunni, — að auglýsa ekki. Það þarf að vera frjáls samkeppni uni kennarastöouna; því er nauðsynlegt að auglýsa. Annars má hafa það að skálka- skjóli að enginn hæfur maður hafi sótt — lil þess að koma að óhæfum manni, heldur en að láta kensluna niður fallavetrar- langt. Farkennari. Leikfimiskensla í þorpskólum Danmerkur. Eftir J. Videbæk. Leikfimiskensla í Dannrörku hefur tekið allmiklum stakka- skiftum seínasta áratug. Um s.inustu aldamót var svo ákveðið að taka skyldi upp við alla skóla landsins aðferð þá, er kend er við Ling liinn sænska. Vié kennaraskólana hafa á þessu *) Spuriiingunni hefur áður verið svarað í »Skólabl.s þannig, að slík ráðning sé gagnstæð lögum. (Sbr. 30. gr. fræðslul, 22. nóv. 1907).

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.