Skólablaðið - 01.06.1912, Blaðsíða 11

Skólablaðið - 01.06.1912, Blaðsíða 11
SKOLABL.AÐIÐ 01 tímabili verið skipaðir kennarar, er lært hafa þessa nýju aðferð, í stað hermannanna, seni áður kendu þar. Fyrir eldri kennara hafa verið stofnuð námsskeið; ríkið stenst kostnað af þeim aö nokkru leyti, ömtin að nokkru leyti. Þúsundir danskra kennara hafa seinasta áratug mentað sig til leikfimiskenslu á þessum námsskeiðuni, og stundað námið með lífi og sál 5—7 stundir daglega, eins þeir er nokkuð voru við aldur (50—65 ára). Þessir karlar hafa orðið að taka þátt í leikum, knattleíkum, skipunaræfingum o. s. frv., og urðu oft aumir og eftir sig. En ánægjan og gleðin yfir náminu lækn- uðu öll þau mein. Kennarar og kenslukonur léku sér þarna hvað innan um annað eins og stór og glöð börn. K A. Knudsen heitir sá, er nú stendur fyrir vinnu til fram- fara líkamlegu uppeldi í skölunum, dugnaöarmaður, góður og gegn. Honum til aðstoðar eru 12 menn, sem á ári hverju heimsækja hér um bil 600 skóla, til þess að horfa á leikfimis- kenslu, og gefa bendingar til lagfæringar á kenslunni þar sem þess þykir þurfa. Kennarar frá þeim nágrannaskóluni, sem þessir umsjónai menn geta ekki heimsótt, eru boðnir og velkomnir til að veta með umsjónarmönnunum og hlýða á ráð þeirra og bend ngar. Viða eru reist sérstök leikfimishús; sumstaðar leigð til kensl- unnar sau komuhús þorpsins. En allvíða er enn húslaust, og fer leikfimiskeiislan þar fram ýmist á leiksviði skólans eða í ketisLu- stofimni. SkylJa er að luía á leiksviðu t.i n nauðsynlegustu áhöld: Slá, rimar, ánöld til stökkæfinga. Það hefur verið lif og fjör og framför í þessari vinnu; mun eg annað sinn geta um, hve.nig kennararnir fara að, þar sem vantar húsnæði, í þeirri von að lesendur mínir á íslandi geti hagnýtt sér eitthvað af því.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.