Skólablaðið - 01.06.1912, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 01.06.1912, Blaðsíða 12
92 SKÓLABLAÐIÐ Skógræktarrit. Höf. Ouðmundur Davíðsson. Útg. Samband U. M. F. í. Þetta kver er góður gestur. Óskandi væri að alt unga fólkið, karlar og konur, læsu það, já, gerðu betur: hagnýttu sér til framkvæmda kenningar þess og góðar bendingar um skógræktina. Og ekki einungis unga fólkið ætti að vakna, heldur ættu allir, menn og konur, á öllum aldri að núa stýrurnar úr augunum. Eftir vekjandi og fróðlegan inngang eru í kveri þessu 4 kaflar, 1. um áhrif skógarins á jarðveg og veðuráttu, um not skógarins og helstu skógræktaráhöld. 2. um meðferð á þeim skógi, sem enn er til, val á skógræktarlandi og helstu trjátegundir, þær er hentugast væri að gróðursetja og gróðursetning þeirra. 3. kaflinn er um trjágarða, ræktun þeirra og meðferð, og loks 4. kaflinn um skógrœktardaga, og hann skyldi lesinn með eigi minni athygli en hinir. Ungmennafélögin urðu þar fyrst til framkvæmda; á aldar- afmæli Jóns Sigurðssonar og til minningar um hann stofnuðu þau til skógræktardags. Vilji ekki góðir menn af fúsum vilja ganga í lið með þeim, þá er að lögbjóða einn skógræktardag, er allur landslýður leggi frá sér alla aðra vinnu, og taki hönd- um saman til að »klæða landið*. Kennarana vill Skólabl. minna á orð landlæknis f blaðinu 1910; þau eru þessi: »Fjallkonan var fríð f meyjarskrúða sínum, þegar land- námsmenn fundu hana; þá bar hún laufgrænan skósíðan skóg- armöttul undir fannafaldinum hvíta. En þeir launuðu henni ástríkar viðtökur með því að rífa utan af henni þennan fagra skrúða, ráðlaust og vægðarlaust og kasta honum í eldinn. Þess vegna er fjallkonan nú »nakin og beinaber®. Þess vegna höfum við, niðjar þessara manna, orðið að kúra f þröngum og kölduni moldarkofum öld eftir öld. Þess vegna höfum við orðið að stela úr eigin hendi, stela næringarefnunum frá töðugrasinu á túnunum okkar til þess að geta hitað ofan í okkur matinn. Og þess vegna er mér sama hver það heyrir, að þegar

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.