Skólablaðið - 01.07.1912, Blaðsíða 10

Skólablaðið - 01.07.1912, Blaðsíða 10
106 SKOLABLAÐIÐ skólann, lil styrktar gagnfræðanemendum. Bara að hann væri orðinn tífalt stærri; svo getur farið að hann verði það með tímanum. 2 aðra litla sjóði eigum við hér við skólann, til samans um 300 kr. Þetta er svo ungt, eins og tveggja ára gamalt, en ef guð lofar, getur þetta gert gagn með tímanum. S.J. Spurningar og svör. 1. Á fjárstyrkur úr landssjóði til barnafræðsluhéraðsins að ganga beint til fræðslunefndarinnar, eða á hann að ganga til hreppsnefndarinnar, það er í sveitarsjóð? 2. Hvernig á fræðslunefndin að leita styrks yfirvaldanna, svo formlegt sé, til þess að fá hreppsnefnd til að borga óhjá- kvæmilegan kostnað við barnafræðsluna, þegar hún sýnir svo mikinn drátt eða tregðu á því, að til stórvandræða horfir? 3. Getur fræðslutiefnd heimtað að það barn taki fullnaðar- próf, sem verður fullra 14 ára fyrir næsta vetur (það er fyrir næsta skólaár) og er vel búið að ná hinni lögskip- uðu fræðslu, og losnað þar með við að sjá því fyrir kenslu á kostnað sveitarinnar næsta vetur? 4. Mega aðstandendur barna láta prófa börn sín aðra en þá sem fræðslunefndin hefur ráðið prófara, ef þeir geta fengið prófdómara til þess að vera þar við, eða ber fræðslunefnd nokkuð að fást um þannig löguð próf? 5. í sama hreppi er bæði skólahérað og fræðsluhérað. Sá af fræðsluhéraðsbúum, sem næstur er skólanum, lýsti því yfir í upphafi, að hann ætlaði sér að nota skólann fyrir sín börn og hefur síðan gert það, eins og áður, því skól- inn er eldri en fræðsluhéraðið. Nú vill fræðslunefnd krefja bóndann eður skólann um fræðslugjald. Getur hún það með réttu? Svör: 1. Landsjóðsstyrkurinn á að ganga til sveitarsjóðs.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.