Skólablaðið - 01.07.1912, Blaðsíða 13

Skólablaðið - 01.07.1912, Blaðsíða 13
SKOLABLAÐIÐ 109 Kvæðakver fyrir börn. (Gamankvæði, leikir o. fl.) Þar eð við kennarar við barnaskólann hér á Akureyri höf- um eignast þó dálítið af gamankvæðum og leikjum fyrir börn á undanfarandi árum, og fjöldamargt er til af þess háttar til og frá í b!öði:m og bókum, þá langar okkur til að koma svona löguðu kveri út innan skamms, ef kringumstæður leyfa. En margt kann að vera til í fórum einstakra manna, sem gæti átt vel við í safn þetta, ýmislegt sem aldrei hefur verið prentað, eða er í fárra manna höndum, þó prentað hafi verið. Væri okkur mjög mikil þökk á, ef kennarar, eða aðrir góðir menn, sem þetta lesa, vildu senda okkur það, sem þeim þætti vel viðeigandi, eða benda okkur á það. En æskilegt væri að það gæti orðið sem allra fyrst. Vel má vera að einhver annar sé á leiðinni með sams- konar kver. Hver baukar í sínu horni! Væri ekki gottað leggja- saman, þegar svona stendur á? Akurevri í maí 1912. Halldóra Bjarnadóttir. Stafsetningarmálið. Stúdentafélagið á Akureyri hefur nýlega hreyft því máli með því að skrifa fræðslumálastjórninni, og biðja hana hlutast til um 1. að lögboðin verði einhver ákveðin stafsetning á íslensku og skuli þeirri réttritun fylgt í öllum skólum, á öllum skólabókum, á öllum ritum, er stjórnarráðið gefur út sjálft og ölluin bókum, sem gefnar verða út með styrk af lands- fé; og 2. að hún láti hina færustu íslensku-fræðinga semja handhæga stafsetningarorðabók, sem síðan yrði gefin út á kostnað landssjóðs, fyrirskipuð sem leiðbeinandi bók í öllum skól- um og seld við svo vægu verði sem unt er.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.