Skólablaðið - 01.08.1912, Blaðsíða 1
SKÓLABLAÐIÐ
SJÖTTI ÁRGANGUR
1912. Reykjavík, 1. ágúst. 8. tbl.
Lýðháökóli.
Hvað er lýðháskðli?
Mörgum, sem nefnir þettá orð, mundi verða stirt um að
svara spurningunni. Og siálfsagt má svara henni á fleiri en
einn veg.
En úr því að farið er að ræða og rita nokkuð um stofn-
un lýðháskóla hér á landi, vírðist rétt að skýra fyrir sér, hvað
meint er með orðinu lýðháskóli, — ef rétt er til getið, að hug-
myndir manna um slíkan skóla séu hér enn nokkuð þoku-
kendar.
í orðinu liggur fyrst og fremst það, að þessir skólar séu
handa lýðnum, — fólkinu — en ekki embættismannaefnum.
Þannig eru barnaskólar og unglingaskólar lika lýðskólar.
En lýð-háskóli bendlr til þess, að hér sé um eitthvað
meira og hefðarlegra að ræða en rétta og slétta unglingaskóla;
hvorki meira né minna en háskóla fyrir fólkið.
Annars er ekki vert að velta svo mjög vöngum yfir nafn-
inu; það er blátt áfram útlegging af danská orðinu »Folkehöj-
skole«; nafnið og skólinn er frá Danmörku runnið.
Það var kleikurinn og skáldið alkunna Nikolaj Frederik,
Severin Orundwig, sem átti fyrstu hugmyndina um lýðháskóla,
og sem stofnaði hinn fyrsta lýðháskóla í Danmörku (1844).
Hann kallaði þeirra tíma »lærðuskóla« skóla »fyrir dauðann* með
þeirra lestrargörpum og prófum. Og vildi láta stofna »skólafyr-
ir lífiðx, háskðla með því aðal markmiði að vekja til hugsunar
og leiða til þekkingar á móðurmáli, þjóð o , landi.