Skólablaðið - 01.08.1912, Blaðsíða 2
114_________________SKOLABLAÐIÐ^
Qrandtvig stóð ótti af voldugu nágrönivinum, Þjóðverjum,
eins og öðrum ættjarðarvinum í Danmörku um þær mundir, og
vildi hann, að skóli sinn stæði vel á verði fyrir danskt þjóðerni
gegn þeirri hættu, sem þvi var búin frá Þýskalandi, og á árun-
um 1850 til 1868 var hver lýðháskólinn á fætur öðrum stofn-
aður, og allir í Grundtvigs anda. Andleg vakning bœndastéttar-
innar, aðallega með ræðum og samtölum, var markmiðið.
Jafnframt vakningunni vilja allir þessir skólar nú frœða,
fyrst og fremst um móðurmálið, og þá um sögu ættjarðarinnar
og landið sjálft, þjððfélagsskipun og löggjöf En þessi þekking
á að lciða til aettjarðarástar og andlegs og efnalegs sjálfstæðis.
Vakningarinnar var sannarlega þörf í Danmörku, og skólar
þessir hafa unnið ómetanlegt gagn fyrir dönsku þjóðina. En
fkiri sofa en danskurinn, meðvitundarlitlir um sinn eigin hag og
landsins gagn o^' nauðsynjar.
Ekki þðttu þessir skólar gallalausir, síst framanaf. Sumum
þótti þeir hásiglt fley en seglfestulítið. Nemendurnir froðubelg-
ir með ættjarðarást og sjálfstæði á vörunum, en kollinn tóman
af þarflegu mannviti. Má vel vera, að eitthvað hafi verið til í
þessu, og má þó með sanni segja, að margir lýðháskólakennarar
Norðurlanda hafa verið afbragðsmenn. Tii mikillar þekkingar var
ekki að ætlast, því skólarnir stóðu eitt ái.
Þar sem ekki erheimtuð svomikil ákveðinandleg vinna og ekki
gengið eftir því, að nemandinn sýni við burtför sína frá skólan-
um, að hann hafi safnað andlegu p forða, veganesti til lífsgöng-
unnará svo stuttum tíma, þá erauðvitaðhætt við, að áhugaiitlir nem-
endur slái fremurslöku við vinnuna, og láti sér nægja að verða hrifnir
af því sem þeir heyra og sjá. En það er auðvitað ekki nóg
að vita það, eða trúa því, að feðratungan okkar sé Ijómandi
falleg; við verðum að leggja á okkur vinnu til þess að læra
að tala hana og rita. Það er heldur ekki nóg að syngja um
landið, að það sé fag'urt og frítt, og »eg elska yður, þér íslands
fjöll«, ef ekkert er gert fyrir landið, heldur haldið áfram að
svifla það fegursta skrúði þess og eyðileggja gæði þess.
Þeir, sem sigla í kjölfar annara, eiga hægara með að forð-
ast skerin, sem þeir hafa rekið sig á. Enda hafa seinni tíma
lýðha'skólar sniðið sig betur eftir þörfum tímans. Af þeirra