Skólablaðið - 01.08.1912, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.08.1912, Blaðsíða 3
reynslu sem lengst eru komnir, eigum við þá líka að læra og láta þann sem til þess verður kjörinn að stýra hinum ófædda lýðháskóla Suðurlands, kynna sér vel og vandlega bestu lýðhá- skóla annara landa. Til þess að stofna lýðháskóla, sem ber nafn með rentu, þarf fyrst og fremst mikilhæfan — helst framúrskarandi mann eða menn til að kenna. — En það þarf meira. Það þarf líka hæfilega undirbúna nemendur. Sennilega má hvorttveggja finna hér á landi, ef vel er leitað. En hvort sern lýðháskóli verður settur hér á laggirnar fyr eða síðar, þá gefi það haminyan, að hann líkist skóla gamla Qrundtvigs í fleiru en því að sleppa »lexíulestri« og prófi. Lexíurnar og prófin gera hann ekki að »skqla fyrir dauðann«, ef prófinu er skynsamlega hagað. Og hitt er líka víst, að skóli sem líkist lýðháskóla í því einu að sleppa þessu hvorutveggja, verður aldrei -»skóli fyrir lífið«. — Það sem sumum þykir nú einkum ábótavant við lýðháskól- ana er það, að námstíminn sé of stuttur, ef hann er aðeins eitt ár, gætum þess að þar koma þó flestir vel undirbúrrir. Því er það, að sumir þeirra hafa nú orðið tveggja ára námskeið (Vid- eregaaende Folkehöjskole). Mundi veita af tveim vetrum hér ? Eða verður einn látinn nægja ? Skólar erlendis. Eftir J. J. VI. Náttúrufrœði. Sú fræðigrein er í litlum metum hér á landi. Næsta lítið er skrifað um hana á íslensku, og þó minna lesíð. ^Kennarar víðsvegar að segja mér, að skólanefndirnar vilji ógjarnan hafa hana á stundatöflunni, því að áhöldin séu dýr og gagnið lítið. • Stórþjóðimar fara ekki eins að. Þær vita, að framfarir og stórbvhinííarnar, sem gerast í heiminum, eru afleiðingar aukinnar

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.