Skólablaðið - 01.08.1912, Qupperneq 5

Skólablaðið - 01.08.1912, Qupperneq 5
SKÖLABLAÐIÐ 117 saman, dragðu hér frá, margfaldaðu og deildu.. Barnið lærir reglur utan að, án þess að skilja þær, fer með tölur án þessað skilja þær, og lærir reikning án þess að skilja hann. Enaltsem menn ekki skilja eða melta, á skamma dvöl i sálunni. Verður þá þessi aðferð heldur gagnslítil. Þó hefur átt að koma hér á nokkurskonar endurbót, sem líklega er lánuð hjá Dönum. Hún er sú, að kennarinn reiknar með einum lærisveini á töflunni, alt sem reiknað er. Allir hinir lærisveinarnir eiga að horfa á, taka eftir, skilja og iæra. Menn eiga að læra að reikna af að sjá aðra reikna. Á sama hátt niætti læra að synda, með því að sjá aðra synda; en það hafa menn aldrei gert, af því verður sýnilegt, hve fjarstæð sú aðferð er. Allir sem reynt hafa að taka eftir kenslu, vita, að hvenær sem heill bekkur á að sitja aðgerðarlaus og horfa aðeins á þann sem vinnur, þá fer eftirtektin að minka, hugurinn hvarflar út úr skólanum, að liðnum og ókomnum stundum, og að tímanum loknum er bekkurinn í heild sinni lítt fróður um það, sem fram fór þar. Af tvennu illu er því þessi hin síðari villan verri en hin fyrri. í bestu skólum erlendis eru menn löngu hættir við spjöld- in. Þau gera börnin óhrein um hendurnar, og þaunig verður alt sem barnið tekur á óhreint líka. Skrifbækur og kenslubæk- ur veröa ljótar og óþriflegar, og barnið venst á að láta þá hluti sem það sýslar við, verða illa úthtandi. Annarsvegar venja spjöld- in börnin á hirðuleysi með ytra út-lit dæmanna. Hvert reiknað dæmi er þurkað af og gleymt með öllu. Þess vegna skiftir liltu, hvernig frá því var gengið. Sama má segja með viliurnar; þær eru fljót þurkaðar burt af spjaldinu, og þá sér enginn þeirra merki. í öllum skólum sein ég heimsótti á Englandi og Hollandi, hafði hvert barn í reikningstímunum stóra stílabók, blek og penna. Hvergi sáust spjöld, og aldrei dæmi út í bláinn. Jan Ligthart, skólafrömuður Hollendinga, sem Björn Jónsson hefur minst nokkurs hér á landi, lét aldrei teikna neitt, sem börnin ekki höfðu svo að segja þreifað á. Þau rnældu skrifborðin sín, bekki, glugga og hurðir, vegg- og húslengdir, mældu þyngd, þykt o. s, frv. Þá ritaði kennar-

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.