Skólablaðið - 01.08.1912, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.08.1912, Blaðsíða 6
U8__________________SKOLABLAÐIÐ^ inn tölur á töfluna, og börnin tóku til skrifbókanna, settu upp dæmin, gerðu ekki uppkast, geymdu í huganum, og skiluðu dæminu, svo hreinlega og formlega eins og væri það vandasamt embættisskjal. Allir reikna það sama, allir vinna og allir skilja viðfagnsefnið, af því þeir vinna að því. Kennarinn gengur þá á milli, lítur yfir dæmið og fráganginn allan; sé rétt reiknað, setur hann eitt R. (=rétt) með rauðu bleki neðan við svarið. En sé rangt reiknað, eða illa sett upp, koma rauðar leiðrétting- ar í dæmabókina, og hún er geymd og skoðuð. Þessvegna vill barnið ógjarnan láta hana líta illa út. A Englandi hefur mentamálastjórnin Iátið búa til úr lituðum pappír eftirmyndir af öllum enskum peningum og fá öll skóla- börn á vissum aldri ákveðna upphæð til að geyma í pyngju sinni. Þá kemur kennarinn með einhverja hluti; sem börnin hafa gert í smíðatímunum, lætur tvö börn ganga fram ; annað hefur hlutinn og er seljandi, hitt er kaupandi. Þá er sagt til um verð alveg eins og gerist í búðunum. Seljandinn ritar upphæð- ina á töfluna og verður að gera það í reikningsfonni. Kaup- andi tekur upp pyngjuna, og telur fjeð um leið og allur bekk- urinn reiknar dærnið hver í sína bók. Kosturinn hér er sá, að allir eru með, taka þátt í athöfninni, lifa með í kringumstæðum, sem stöðugt koma fyrir í sjálfu lífinu. Á pennan hátt er að eins lært það, sem barnið þarf að nota. Vitlau?u dæmin falla. þurt af sjálfu sér, af því þau eiga ekkert skylt við veruleikann. Þessi útlenda aðferð, sem hér hefur verið drepið á, full- nægir óneitanlega betur kröfum uppeldisvísindanna, heldur en gamla sleifarlagið okkar. Hún tryggir, að lærisveinninn kunni það, sem hann hefur reiknað, að hann geti gengið hreinlega og skipulega frá því sem hann reiknar. Hún lætur barnið í skóla- stofunni fást við sama viðfangsefni og fullorðnir menn glíma við, og hún kennir að leysa úr þrautinni á þann léttasta og besta hátt.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.