Skólablaðið - 01.08.1912, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 01.08.1912, Blaðsíða 12
124 ______________^KÓLABLAÐIÐ^ Biblíumyndir með litum. Mig Iangar til að benda stéttarbræðrutn mínum og systrum a myndir, sem eg af tilviljun hefi verið svo heppin að ná í. Það eru þær fallegustu biblíumyndir, til notkunar við skóla, sem eg hef séð, og inargar af þeim meistaralega vel gerðar, svo bæði fullorðnir og börn hafa orðið hrifin af þeim. Myndir þessar éru búnar til í Ameríku og hafðar við kenslu í sunnudagaskólum þar, en hafa náð útbreiðslu víðar. Þær eru til tvenns konar, stærri og smærri, fyrir kennarann og börnin, Stærri myndirnar eru 65x92 sm. ástærð, verð áársfjórðungnum, 72 myndum, 75 cent eða 2,80. Burðargjald er 65 au.fyrir 12 myndir Minni myndirnar eru 10x7 sm. á stærð, verð á ársfj, 2l/2 cent eða 10 aura, burðargjald, 2 aurar fyrir 12 myndir. Ársfjórðungarnir innihalda til skiítis myndir úr gamla og nýja testarnentinu. Peninga fyrir myndirnar verður að senda fyrir Lam í ávísun eða enskum peningum. Pöntunin er oftast kringum 2 mánuði á Ieiðinni, svo það eru síðustu forvöð, ef menn vildu panta til vetrarins. Utanáskriftin er: Hairis, Jones & Co. 353 Prairie Ave., Providence. R. I. U. S. America. Akureyri í júní. H. B. Námsskeið fyrir stúlkur. Samkvæmt auglýsingu síðasliðið haust hélt eg undirskrifuð námsskeið fyrir stúlkur í Reykjavík frá 15. okt. til 1. mai s. I. Námsskeiðið var sótt af 33 stúlkum, 15 þeirra voru búsettar í Reykjavík, 18 voru úr 9 sýslum víðsvegar á landiuu.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.