Skólablaðið - 01.08.1912, Blaðsíða 13

Skólablaðið - 01.08.1912, Blaðsíða 13
^KOLABLAÐIÐ^ _____ ____J25 Nokkur skifti urðu á stúlkum í janúar, voru sumar ráðnar á hússtjórnarskóla og saumastofur síðari hluta vetrar, fjórar urðu að hætta vegna lasleika. Námsgreinar voru: íslenska (stílar og ritgjörðir, málfr. og upplestur), danska, enska, skrift, reikningur, saga ogsöngur. Flestar stúlkur tóku þátt í öllum námsgreinum sem kendai voru, þó var þeim er minni tíma höfðu til lesturs, gefinn kostur á að sleppa úr, og táeinar tóku aðeins þátt í einni náms- grein. í surnum námsgreinunum var stúlkunum skift í tvær deildir, þeim, sem undirbúningurinn var misjafnastur í og þátt- takan almennust (danska og enska). Fg hefi í hyggju að hafa námskeið fyrir stúlkur næstkom- andi vetur, ef til vill með nokkuð breyttu fyrirkomulagi. Hólmfríður Árnadóttir. Aðalfund sinn hélt Kennarafélag Þingeyjarsýslu að Breiðumýri hinn 1Q maí. Fundurinn var illa sóttur, og stafaði það af því, að margir kennarar voru á námsskeiði suður í Reykjavík og á ýmsu öðru nauðsynjaferðalagi. — Helstu málin, sem rædd voru: 1. Venjuleg aðalfundarmái, svo sem reikningsmái, stjórnar- athafnir milli funda o. s. frv. 2. Nefndarálit frá nefndum, sem kosnar voru á undanfar- andi fundum félagsins. — Meðal nefndarálitanna: Álit bókasafnsnefndarinnar, álit frá lestrarkenslunefndinni o. fl. Langar umræður urðu um málin, en tillögur í þeim verða eigi samþyktar fyr en á haustfundi, er haldinn verður á Húsavík um sept.—okt. mánaðarmót. 3. Náttúrufræðjskenslan. Um hana fóru fram ræður á aðalfundi í fyrra, Voru nú á þessum aðalfundi bornar upp nokkrar tillögur henni viðvíkjandi og þær samþyktar eftir litlar umræður Aðalefni þeirra, að á félagsm. var skorað að safna náttúru^ripum, og að gjöra á komandi skóla-ári tilraunir um árangur af náttúrufræðisstýlum og teikningum; ennfremur um að kynna sér nýjar bækur

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.