Skólablaðið - 01.08.1912, Síða 13

Skólablaðið - 01.08.1912, Síða 13
SKÓLABLAÐIÐ 125 Nokkur skifti urðu á stúlkum í janúar, voru sumar ráðnar á hússtjórnarskóla og saumastofur síðari hluta vetrar, fjórar urðu að hætta vegna lasleika. Námsgreinar voru: íslenska (stílar og ritgjörðir, málfr. og upplestur), danska, enska, skrift, reikningur, saga ogsöngur. Flestar stúlkur tóku þátt í öllum námsgreinum sem kendat voru, þó var þeim er minni tínia höfðu til lesturs, gefinn kostur á að sleppa úr, og táeinar tóku aðeins þátt í eintii náms- grein. { surnum námsgreinurtum var stúlkunum skift í tvær deildir, þeim, sem undirbúningutinn var misjafnastur í og þátt- takan almennust (danska og enska). F.g hefi í hyggju að hafa námskeið fyrir stúlkur næstkom- andi vetur, ef til vill með nokkuð breyttu fyrirkomulagi. Hólmfríður Árnadóttir. Aðalfund sinn hélt Kennarafélag Pingeyjarsýslu að Breiðumýri hinn 19 maí. Fundurinn var illa sóttur, og stafaði það af því, að margir kennarar voru á námsskeiði suður í Reykjavík og á ýmsu öðru nauðsynjaferðalagi. — Helstu málin, sem rædd voru: 1. Venjuleg aðalfundarmál, svo sem reikningsmál, stjórnar- athafnir milli funda o. s. frv. 2. Nefndarálit frá nefndum, sem kosnar voru á undanfar- andi fundum félagsins. — Meðal nefndarálitanna: Álit bókasafnsnefndarinnar, álit frá lestrarkensiunefndinni o. fl. Langar umræður urðu um málin, en tillögur í þeim verða eigi samþyktar fvr en á haustfundi, er haldinn verður á Húsavík um sept.—okt. mánaðarmót. 3. Náttúrufræðiskenslan. Um hana fóru fram ræður á aðalfundi í fyrra. Voru nú á þessum aðalfundi bornar upp nokkrar tillögur henni viðvíkjandi og þær samþyktar eftir litlar umræður Aðalefni þeirra, að á félagsm. var skorað að safna náttúrugripum, og að gjöra á komandi skóla-ári tilraunir um árangur af náttúrufræðisstýlum og teikningum; ennfremur um að kynna sér nýjar bækur

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.