Skólablaðið - 01.08.1912, Blaðsíða 14

Skólablaðið - 01.08.1912, Blaðsíða 14
SKÓLABI.AÐIÐ 125 um náttúrufræðí og náttúrufræðiskenslu, erfélagsstjórn var falið að útvega. —; Um náttúrufræðiskensluna í heild sinni urðu nokkrar umræður, og kom í ljós heit- ur áhugi fyrir náttúrugripasöfnum við skóiana. 4. Var kosið í stjórn félagsins. — form. Ben. Björnsson ung- lingaskólakennari, ritari Vald. Valvesson, og féhirðir Konráð Erlendsson, — allir endurkosnir. Fleiri mál voru til meðferðar á fundinum en þessi voru hin helstu. Félagsmenn bjuggust við fjölsóttum fundi í haust, og kvöddust því fundarmenn glaðir og hugheilir á Breiðumýrartúninu, en hin Reykdælska vorkvöldsfegurð fylgd þeim áleiðis til heimila sinna. — F-undarmaður. Smælki. Hlýðni í skólum er nnuðsynleg, en skipanir og ógnanir skapa ekki hlýðni. Kennari sem beitir þeim vopnum, á venju- lega í hörðu stríði. Þrjá fjórðu parta af öllu því mótlæti, sem kennarinn á við að stríða, hefur hann skapað sér sjálfur með einhverju sem hann hefur sagt. * * * Þegar Kristur var spurður, hver væri mestur, tók hann barni og setti það meðal lærisveinanna til að sýna þeim, hvernig liann vildi svara. Mikli meistarinn, kennari allra kennara, bendir lærisveinum sínum til þess, að barnið með öllum þess möguleikum sé ofar öllu. * * * Karteisi og tilhliðrunarsemi eru eins og olíar í vjelinni Olían gerir það að verkum að vélin gengur liðugt og hávaða- laust. Kennari óskast til farskólans í Ögurhreppi 4—5 mánuði frá 1. nóv. þ. á. Lög- ákveðið kaup. Tilboð fyjir 31. ágúst þ. á. Fræðslunefndin.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.