Skólablaðið - 01.09.1912, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 01.09.1912, Blaðsíða 1
SKOLABLAÐIÐ SJÓTTI ÁRGANGUR 1912. Reykjavik, 1. sept. 9. tbl. Jean Jacques Rousseau. Þessa dagana eru 200 ár liðin síðan maður þessi fæddist í Genf. Margir nrunu minnast hans nú, og væri ekki úr vegi að Skbl. gerði það Iíka. Rousseau var bæði skáld og djúphyggjumaður. Þróttmiklar tilfinningar og æstar einkenna hann. Það sem hann skrifaði var þannig, að það snerti alla, — annaðhvort ergði eða gladdi. Flestum samtíðarmönnum hans var líka lítið um hann gefið, þótti hann einkennilegur og töldu hann jafnvel — bjána! Samt voru rit hans meir lesin — og gagnrýnd — en nokkurs annars rithöfundar á þeim tímum. — Á einveldistímanum hafði franski aðallinn og prestarnir lifað í svalli og siðleysi, er sogið hafði úr þeim merg og blóð. Um miðja 18. öld voru þessar stéttir franska þjóðfélagsins orðnar siðferðislega eyðilagðar. Skáld og spekingar víttu lifnað þeirra og leituðu úrræða. Að lokum héldu þeir að skynsemin mundi geta bætt úr öllu, — kæmist hún í hásætið mundi mannkynið verða heilbrigt og hamingjusamt. Þessir inenn urðu því skyn- samir en — kaldir. Þeir náðu þessvegna engum verulegum tökum á fólkinu. — En svo keniur Rousseau, eldheiti tilfinninga- maðurinn og ákafamaðurinn sem bræddi ísinn og braut sérveg til — hjartnanna, hann lét fólkið finna til, — reif þannig niður. En svo gerði hann meira, því R. var einmitt maðurinn sern vísað gat fólkinu út úr ógöngunum og bent því á frelsis- og frama leið; — hann bygði upp aftur. Vísindastofnun nokkur setti upp verðlaunaspurningu: »HafB

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.