Skólablaðið - 01.09.1912, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.09.1912, Blaðsíða 6
134 SKOLABLAÐIÐ vel í hendur, að þeir geti hagað kvæðavalinu á heppilegasta háttinn. — Það er, eins og allir skilja, langt frá því, að einu gildi um, hvaða kvœði lærð eru. Það eru raunar eigi nema tiitölulega fá kvæði hvers skálds, sem eru börnunum gimsteinar. Þau þarf úr að velja og út að gefa sérstaklega, í svo ódýrri útgáfu, að engu foreldri sé ofvaxið að leggja þau til. Mikilvægt spor í þessa átt eru »Skólaljóð« Þórhalls biskups, enda munu þau víð- ast notuð sem kenslubók í kvæðum. Útaf því vill þó bera. Sagt er, að sumir foreldrar vilji spara krónuna, og leggi börn- unum til sálma og söngva frá Gook eða Hernum, sem þykja hafa fremur rýrt skáldskapargildi. — Eg hefi nú um skeið velt því atriði fyrir mér, hverjar kröfur þurfi að gjöra til kvæðasafns, er barnaskólunum er ætlað, og hvort Skólaljóð fullnægi þeim þörfum og kröfum. — Kröfurnar og þarfirnar álít eg þessar: I. í kvœðasafni barnaskólanna þurfa að vera heniug og fögur Ijóð til morgunsöngs. — Það mun víðast vera siður, og ætti allsstaðar að vera, að nemendurnir safnist saman og syngi sálm eða kvæði undir stjórn kennarans áður en daglega kenslan hefst. Vel valdir til þess eru að mínu áliti ýmsir sálmar úr Sálmabókinni og Barnasálm- um V. Br.; ennfremur ýms ættjarðarljóð. Gott að skifta um. — II. / því þurfa að vera Ijóð, sem syngja má í kenslustundunum, og eru viðeigandi í hinum ýmsu námsgreinum. Svo það skiljist, hvað fyrir mér vakir, skal eg taka dæmi. — Eg tala um hrafninn (náttúrufr. st.). Viðeigandi Ijóð til söngs eru þá »Krummavísurnar«. o. s. frv. — III. Ennfremur verða þar að vera ýms kvœði, þótt eigi séu ort undir sönghœfum háttum, til upplestrar. — Við eigum sandinn allan af slíkum ágætiskvæðum. — IV. Ýms samkomu- og fundarljóð — bœði til upplestrar og söngs. — í skólunum þarf að vera ofurlítið funda- og félagslíf, svo hinn verðandi þjóðféiagsborgari fái æíingu í þá átt, eins og aðrar. —

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.