Skólablaðið - 01.09.1912, Blaðsíða 7

Skólablaðið - 01.09.1912, Blaðsíða 7
SKÓLABLAÐIÐ 135 Þessar kröfur set jeg kvæðasafninu. — Má vera, að aðrir séu mér ósammála. Segi þeir þá til í Skbl. — Þá skal eg víkja að »Skólaljóðunum«. — Eg hefi áður sagt að þau séu mikilvægt spor í rétta átt, — en mér finst þau eigi fullnægja skólunum, og að öðru leyti líkar mér eigi val einstakra kvæða. Um það má að vísu deila. — Mér finst: 1. Að í þau vanti tilfinnanlega ljóð til morgunsöngs. 2. Að í þeim séu of fá — langtum of fá — ljóð til söngs í kenslustundum (sbr. II.) Ennfremur lít eg svo á, að í þeim séu nokkur óþörf kvæði, sem 1. Gætu orðið til þess, að hjá nem. glæddist ástsjúkt hug- sveimslíf, sem skólarnir verða að forðast. Dæmi: Ragn- heiður Brynjólfsdóttir eft'r Þ. E. — Kvæðið er ágœtt í sjálfu sér, en varhugavert í barnabók. — 2. Eru börnunum ofvaxin, t. d. Aldamótaljóð E. B. og Jón Sigurðsson eftir G. Br. — Bæði kvæðin ilt aö læra; en gulikorn þroskuðum, — auðvitað. Góð handa æðri skól- um. — 3. Hafa ýmist lítið skáldskapar gildi eða eiga hér eigi við. — Svo er t. d. um Vakra Skjóna og Herhvötina hans Bjarna. — Eg vildi, að eg ætti mér þá ósk, að eitthvert tillit yrði til orða minna tekið um Skólalj., er þau verða næst endurprentuð. Mér finst nauðsynin svo bersýnileg að Dæði þurfi að auka við þau og breyta um kvæðaval. — Ef vel ætti að vera, þyrfti að stækka þau um þriðjung eða helming. Samt mætti alls eigi selja þau hærra verði. Ef útgefendur sæu sér eigi fært að halda verðinu óbreyttu þrátt fyrir það, þá verður landssjóður að veita styrk til útgáfunnar. — Þetta er alvörumál. — Þjóðin er að ýmsu leyti að hverta frá því, sem áður var venjulegt. Hér fyrmeir lærðu menn alt, sem þeir heyrðu í bundnu máli, og sungu það og höfðu yfir. Og hvílíkur styrkur varð þeim að mörgu af því í lífsbaráttunni! Nú er öldin önnur. Minna lært af kvæðum og þau sjaldnar höfð yfir. Menn slá þeiin styrknum úr hendi sér! — — — Hér verður kennarastéttin að taka í taumnna. Eræðslulögin

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.