Skólablaðið - 01.09.1912, Blaðsíða 10

Skólablaðið - 01.09.1912, Blaðsíða 10
J38 SKÓLABLAÐIÐ _____ inni, einstök heimili er ekki hægt að nefna nema þá sem dæmi. Sérstaklega þyrfti að grenslast eftir því, hvað börnin hafi verið látin læra áður en umferðarkennarar komu til sögunnar, og hvernig þeim hafi verið kent. Hvernig var t. d. lestrarkensl- unni hagað, og í hvaða bókum voru börnin látin lesa? hvernig skriftarkenslunni? og hvernig reikníngSkenslunni? Hvað voru börnin látin starfa o. s. frv. Þá kemur umferðarkenslan og liggur þá sú spurning fyrir: Hver voru tildrögin til þess að hún hófst í sveitinni, og hverjir voru forgöngumenn hennar? Þá er að segja frá kennurunum, mentun þeirra, kenslutilhögun, húsakynnum, kaupi og ráðning- arskilyrðum, skoðunum manna á kenslunni og skoðanabreyting- um þennan síðasta mannsaldur, ásamt hverju öðru sem til kenslu nær og kennara. Um föstu skólana verður líku að gegna: fyrst og fremst skýrt frá stofnun þeirra o. s. frv. Loks koma fræðslulögin nýju og allar þær breytingar sem þeirn fylgdu. Það er svo skamt uin Iiðið síðan þau komust á, að allhægt verður fyrir flesta kennara að segja greinilega frá því, hvernig þau komust í framkvæmd í þeirra sveit, og hvaða breytingum þau hafi komið til leiðar. i A. Orein þessi er rituð að tilhlutun ritstj. blaðsins, og er vonandi að kennarar láti nú ekki á sér standa að íhuga þetta mál, skrifa og senda athuganirsínar. Þar semsvo stendur á,að einhver annar íhreppnum kynni að vera kennaranum færari til að svara þessum spurningum, væntum vér svo góðs af þeim hinum sama, að hann sýni hreppi sínum þá rækt og málinu þann velvilja að vera kennaranum til aðstoðar eða leggja sjálfur hönd á verkið. Ritstj. Ein vandræðin eru það, hve örðugt mörg sveitaheimili eiga með að útvega sér bœkar og áhöld handa börnum sfnum til kenslunnar. Margar sveitir eiga svo langt að sækja til bókasölurnanna, að hafa verður mikla fyrirhyggju fyrir útvegun bóka og ritfanga,

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.