Skólablaðið - 01.09.1912, Blaðsíða 13

Skólablaðið - 01.09.1912, Blaðsíða 13
J5KÓLABLAÐIÐ ____141____ Lífið er alt svo fagurt og fjörugt. Það virðist svo sem alt hafi vaknað af dvala, vaknað af deyfðarblundi vetrarins, til — þess að njóta fagurra unaðsstunda vorsins. Á sumrin, er hefð- arbragur yfir öllu, tignin og fegurðin njóta veldis yfir alt, og frelsið og friðurinn, er ríkjandi yfir land og lá. Mennirnir nota sér þennan frjósemdartíma, safna heyi til vetrarforða og virma önnur þarfaverk. Þá er búpeningur manna á haga, og aflar sér þá sjálfur fæðis. Á haustin, sofnar náttúra sumarins, farfuglarnir fljúga burt til heitu landanna, blómin fölna og deyja og mennirnir smala fé sínu af fjöllunum til sveita. Reka þeir sumt til kaupstaða til slátrunar. Alt er svo eyðilegt og svalt því: Horfin er sumarsæla á braut svalur vetur fer lands í skaut fegurðin dofnuð fölnuð blóm fram geisar »Kári« hels með róm. — Á veturna, heilsar »Snær« konungur landi og líð og sest í hásæti sitt. Birjar hann þegar á atvinnu sinni, nefnilega að breiða hvíta fannblæju yfir jörðina, ár og vötn frjósa og daufleg kyrð hvílir yfir öllu. Skepnur eru teknar til hýsingar og smáfugiarnir leita heim að bæjunum í ofviðrum vetrarins. Á hvaða kafla ársins sem litið er á, hefur hann fullkomin kost að bera, sumarið er vinnutími mannanna, þá er safnað bjargræði til undirbúnings undir veturinn o. fl. Veturinn er aftur á móti hvíldartími þeirra. Ljárskógaseli 5. maí 1912 lóhannes B. fónasson. (12 ára.) Nýar bækur. Landkortabók. Útgefandi Morten Hanserr Þá er út komin íslensk Iandkortabók, sú er »Skólablaðið« gat uin fyrir skemstu að von væri á í haust.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.