Skólablaðið - 01.10.1912, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 01.10.1912, Blaðsíða 5
SKOLABLAÐIÐ 149 orðið deildar meiningar um fegurð í framburði; eru þá góðir söngmenn allra manna fæ.astir til að skera úr deilunni, því að þeir eru jafnan hljómglegstir, enda er það gamalkunnugt að hljómfögur mál láta best i söng og eru auðsungnust. Hvað er rjettritun? Til þess að rita rjett þarf sjerstakt merki (bókstaf) firir bvert hljóð í málinu; þó eru i hverju máli mörg hljóð svo lík, að vel má greina þau í riti með sama bókstaf; við höfum t. d. tvö g-hljóð, hart (eins og í gal) og lint (eins og í lag)\ höfum við sama staf firir bæði og kemur ekki að sök. Líkur munur er á þ og ð, svo að ð er í raun- inni óþarfur stafur, enda er þ haft í elstu ritum í þess stað. í hverju máli eiga því að vera jafnmarglr stafir eins og tneginhljóð eru tnörg í málinu og jafnan nota sama staf firir sama hljóð; það er rjettritun. Þegar forfeður okkar tóku að rita á íslensku, á 12. öld, þá notuðu þeir first latneska stafrófið; þeir voru latínulærðir. En brátt fundu þeir að það átti ekki við íslenskuna, og eitthvað um 1140 varð einn ókunnur ágæt- ismaður til þess, að semja íslenskar ritreglur; hann gerði nían staf firir hvert það hljóð í tali sínu, sem ekki var til í latínu, og skrifaði síðan rjett eins og hann talaði. Þetta rlt er enn til og talið nieistaraverk; það er 1. mál- fræðisritgerðin í Snorra Eddu; það eru þær einu sönriu rjettritunarreglur, sem nokkurn tíma hala verið til hjer á landi. Síðan hefur framburðurinn breist, öld eftir öld, en staf- setningin ekki að því skapi, síst á síðari öldum; hún er einlægt langt á eftir tínianum. Og þanriig er hún orðin til rangritunin okkar, þessi stóra botnleisa, sem einlægt er verið að hræra i og gera vitlausari og vitlausari. Hverjum er það að kenna? Ekki vitru mönnunum. Þeir hafa viljað filgja dæmi hins mikla málsmllings, sem skapaði ís- lenska stafsetningu á 12. öld; þeir liafa viljað, <ins og hann, rita eftir framburði. Þar til má nefna Konráð Gíslason (firstu

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.