Skólablaðið - 01.10.1912, Blaðsíða 11

Skólablaðið - 01.10.1912, Blaðsíða 11
SKOLABLAÐID 155 bágt nieð köflu j, því rentur af arfi og náfrændastyrkur hrökk ekki til. Lifðu þeir þvf oft eins og nægjusamir fátæklingar. Chr. Bruun t. d. klæddi sig eins og sundurgerðarlaus sveita- bóndi, hafði aldrei stífað hálstau, Ijet ekki dúk á borð sitt, gerði sjálfur ýms heimilisstörf utan- se.n innanhúss. Og svipað minn- ir mig það væri um suma hina. Og svo hló bara ffna fólkið að þeim fyrir þetta, og margir æðri sem lægri kölluðu þá sérvitr- inga o. s. frv. Margir fleiri en þessir 5 gerðu þetta sama. Þeir voru líka háskólagengnir og höfnuðu h'ka góðum embættum lýðháskólans vegna. Margir, sem útskrifaðir voru frá kennaraskólum, höfnuðu eins föstum og vel launuðuin kennaraembættum til þess aðgeta þjónað lýðháskólunum. Og sumir bændur höfnuðu líka góðri bændastöðu í sama tilgangi. Þetta var nú í Noregi. En svipað var það líka franianaf í Dantnörk. En þar urðu samt lýðháskólarnir fyrri að atvinnugrein en í Noregi. Nú eru þeir orðnir að góðri atvinnugrein í báðum löndun um. En ekki er eg nú viss um, að þeir hafi, að öllu samlögðu, batnað við það. Þótt mörgum þætti nú kynlegt, að norskir og dauskir lýð- háskólamenn væru að leggja sig svona í líma fyrir alþýðufræðsl- una, þá urðu þó rnargir til að dást að því. Gátu ekki annað. Sjálfsfórnin var svo auðsén. Sumir voru nú til með að að segja sem svo: »Og ekki er nú áhættan stór fyrir þá. Þeir hafa embættisprófið. Geta því hætt við lýðháskólann og fengið gott brauð, hvenær sem þeir vilja. En hefðu þeir hafnað embættis- námi og prófi, þá var áhættan meiri.« En við þettaernú tvent að athuga: Lýðháskólastefnan var þá svo óvinsæl á æðri stöð- um, að vinir hennar voru oft settir hjá við embættaveitingar. Og liefðu þeir verið prófiausir, þá voru þessi *svör vís: Þeir urðu fegnir lýðháskólanum því þeir áttu ekki annars úrkosti* — líkamlega vinnu hefðu þeir þó getað unnið, og hún gaf meira af sér en lýðháskóiarnir. — En eins og á stóð var óniögulegt að segja slíkt. Öllum

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.