Skólablaðið - 01.11.1912, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 01.11.1912, Blaðsíða 5
SKOLABLAÐIÐ 165 60 manns, karlmenn og kvenfólk, gengu suður að heilsu- hælinu á Vífilsstöðum og gróðursetíu í móana kringum hælið rúmar 2600 trjáplöntur 'af ýmsum trjátegundum. Yngsti piltur- inn í hópnum — 7 ára gamall — gróðursetti fyrstu plöntuna, þá toku hinir við og gróðursettu af kappi. Auk ungmennafélaga úr félögunum hér í Reykjavík tóku þátt í skógræktardeginum nemendur kennaranámskeiðsins og garð- ræktarnámsmenn úr gróðrarstöðinni. Var megnið af þessu fólki aðkomumenn í bænum, er dvelja hér aðeins stuttan tíma við nám. Að lokinni gróðursetningunni fluttu skógræktarmennirnir, Einar E. Sæmundsson og Sumarliði Halldórsson, sína ræðuna hvor, en ættjarðarljóð voru sungin á eítir bæði mörg og fögur. Að því búnu lögðu allir af stað heimleiðis, með fánann í far- arbroddi, glaðir og kátir yfir því að hafa unnið fagurt og þarf- legt verk um daginn. Um kvöldið, þegar heim var komið, var endað með ræðu í kennaraskólanum. Vonandi er að Reykvikingar sjái sóma sinn í því að taka almennari þátt f skógræktardeginum framvegis, en noti ekki gesti sína nær eingöngu til þess. Mætti benda á, að yngri deildir mentaskólans, — að minsta kosti, — stæðu vel að vígi að vinna að gróðursetningu skógræktardaginn. Mundi kennurum eflaust verða ljúft að gefa þeim leyfi einn dag á ári íþvískyni. O. D. Úr Vatnsdal. Fræðslumálin hér í sveitinni. (Ræða, flutt af Guðránu Björnsdóttur á Kortisá.) Það hefur verið auglýst að hér yrði skemtisamkoma í dag Erindið, sem eg hefi að flytja, ætti betur við 'á fræðslumála- fundi. — Ýmsir hafa minst á það við mig að strax væri far- skólinn hérna búinn að reka sig á slæmt sker. Eldri börnin lærðu lítið, yngri börnin tefðu þau, vegna þess að aðeins væri einn kennari og börnin - - Þau yngri og eldri yrðu því að vera

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.