Skólablaðið - 01.11.1912, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 01.11.1912, Blaðsíða 12
172 SKOLABLAÐIÐ að dæma um þetta. Víða nokkuð eru lestrarfélög til í sveitum, sem eiga dálítið af bókum. Eftir útlánsbókinni að dæma er tals- vert lesið, en hvað er lesið? Söguruslið mest. Dæmi eru til þess að neðanmálssögur »t>jóðviijans« hafa aldrei komið inn til bóka- safnsins heilan vetur, en íslendinga sögur aldrei verið lánaðar út. Þetta rétt til dæmis. Sú bók, sem hér er verið að geta, ætti að vera til í öllum lestrarfélögum, og komast í margra höndur. Höfundur hennar er frægur rithöfundur, og bækur hans í miklum metum víða um lönd; líklega þó engin kærari hugsandi lesendum en þessi, enda er hún mæta vel skrifuð og þrungin af hugsun og um- hugsunarefni fyrir hvern mann. Rúmið leyfir ekki að kynna les- endum »SkólabIaðsins« efni hennar svo æskilegt sem það væri. Vonandi að menn kynnist því sem flestir af bókinni sjálfri. Henni er skift í 14 kafla, og segja fyrirsagnir þeirra nokkuð til um það, Iwað höfundurinn fer: 1. Lífsflækjur (margbrotið líf)^ 2. Andi einfeldninnar, 3. Einföld hugsun, 4. Einfalt mál, 5. Ein- föld skylda, 6. Einfaldar þarfir, 7. Einföld gleði, 8. Leiguþýs- lund og einfeldni, 9. Skrum og leyndar dygðir, 10. Veraldar- prjál og heimilislífið, 11. Einföld fegurð, 12. Dramb og ein- feldni í umgengni, 13. L'ppeldi til einfeldni og loks 14. Niður- lagsorð. Ástúðlegustu rithöfundarnir eru þeir, sem neyta gáfna sinna og þekkingar til að reyna að gjöra mennina sælli, sem reyna að forða villum og vísa á rétta íeið, sem hugga og friða og sætta okkur við lífið. Wagncr er einn af þeim. Það er fyrir- hafnarmeira að fylgja hugsun slíkra höfunda, — þó að Ijúft sé, heldur en að flögra á yfirborðinu með þeim, sem segja eitthvað misjafnlega holt til augnabliks nautnar; en uppskeran er og ólík. Málið á þýðingunni er hreint og hispurslaust, sumstaðar smellið og fagurt, svo að aðrir hefðu ekki gert betur. Þýðara og kostnaQarmanni sé þökk fyrir þe»sa góðu bók. Gagnfræðaskólinn á Akureyri. Skóla- skýrsla 1911—1912. Þar er ræða efúr séra Jónas, kennara, Jónsson við skóla- setninguna, auk ávarps skólameistara, og kveðjuorða hans til

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.